fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Hetja íslenska landsliðsins í skýjunum eftir viðburðarríkan dag – Ólýsanleg tilfinning

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 17:29

Ólöf Sigríður í viðtali eftir leik dagins /Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafi skotist upp á landsliðssviðið með hvelli fyrr í dag er hún lék sinn fyrsta A-landsleik og skoraði tvö mörk gegn Skotlandi á Pinatar Cup.

Ólöf var til viðtals hjá KSÍ TV eftir leik þar sem hún fór yfir þennan viðburðarríka dag hjá sér.

Hún var meðal annars spurð að því hvernig tilfinningin væri svona skömmu eftir fyrsta A-landsleikinn sem hún skoraði tvö mörk í.

,,Ólýsanleg, mjög góð og gott að byrja á svona góðum nótum og setja strik í leikinn strax.“

Íslenska liðið var undir mikilli pressu í fyrri hálfleik en steig upp í þeim síðari.

Ólöf Sigríður skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum fyrsta A-landsleik á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Þá var Ólöf aftur á ferðinni aðeins mínútu síðar er hún bætti við öðru marki sínu í leiknum og tvöfaldaði forystu Íslands. Hreint út sagt frábær frammistaða frá nýliðanum í fremstu línu íslenska landsliðsins.

Hvað sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari við ykkur í hálfleik?

,,Hann sagði okkur eiginlega bara að róa okkur niður, vera yfirvegaðar og gera þetta meira saman.“

Næsti leikur landsliðsins á Pinatar Cup, sem fer fram þann 18. febrúar næstkomandi, gegn Wales leggst mjög vel í Ólöfu sem á von á að hann verði enn betri en leikur dagsins.

Viðtalið við Ólöfu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn