fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segja að ef Ejub taki ekki við Kórdrengjum þá hætti FH við að taka yfir félagið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 12:45

Ejub Purisevic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvissa ríkir um það hvað verður um Kórdrengi sem skráðir eru til leiks í Lengjudeild karla í sumar. Liiðið á að hefja leik í Lengjubikarnum á morgun en óvíst er hvort það takist.

FH hefur átt í viðræðum um að sjá um lið Kórdrengja í sumar.

Á vef Fótbolta.net segir í dag að FH sé í viðræðum um að Ejub Purisevic taki við þjálfun liðsins. „Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur FH boðið Ejub Puricevic að taka við þjálfum liðsins og hann hefur verið að íhuga málið. Ef hann segir nei er búist við að FH hætti við að taka yfir félagið,“ segir í frétt Fótbolta.net.

Samkvæmt fréttinni veltur þessi yfirtaka FH á Kórdrengjum því á því hvort Ejub sé klár í slaginn.

Ejub er með mikla reynslu en hann hefur síðustu ár starfað í yngri flokka starfi Stjörnunnar, þar hætti hann í haust og hefur verið án starfs síðan.

FH hefur stefnt að því að taka yfir Kórdrengi síðustu vikur og láta liðið vera stað fyrir unga leikmenn félagsins.

Kórdrengir hafa ekki æft í vetur eftir að Davíð Smári Lamude hætti störfum og tók við sem þjálfari Vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar