fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Hendir fram rosalegri spá um framtíð Klopp – „Það er ekki eigendum Liverpool að kenna, það er á ábyrgð Klopp“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 10:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Keys sérfræðingur í fótbolta sem áður starfaði hjá Sky Sports en starfar nú í Katar telur að framtíð Jurgen Klopp hjá Liverpool hangi nú á bláþræði.

Illa hefur gengið hjá Liverpool síðustu vikur og Keys telur að framtíð Klopp ráðist á því hvernig fari í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Það er aðeins einn sigurvegari þegar þjálfari fer í stríð við fjölmiðla, og það er ekki þjálfarinn,“ segir Keys sem heldur því fram að Klopp sé pirraður út í marga blaðamenn sem skrifa um slæmt gengi Liverpool.

„Mín spá er að Klopp hoppi frá borði, ekki núna samt. Ef þeir tapa gegn Real Madrid í 16 liða úrslitum þá fer hann áður en næsta tímabil hefst. Liverpool er svo langt á eftir, þeir eru skugginn af sjálfum sér. Það er ekki eigendum Liverpool að kenna, það er á ábyrgð Klopp.“

„Hann fór alltof seint í endurýjun, það var einn helsti styrkleiki Ferguson hjá United. Hann reif sigursæl lið í sundur og bjó til nýtt. Hvað var Liverpool að spá með því að halda Milner, Henderson og Firmino? Tiago er kominn yfir sitt besta, ég hef svo sem aldrei haft álit á honum. Hann var rangur leikmaður á röngum tíma fyrir Liverpool.“

„Robertson virðist búinn með sína bestu tíma. Sá sem stýrir Liverpool á næstu leiktíð er með stórt verkefni í sinum höndum. Er Klopp klár í það? Ég held ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hermann Hreiðarsson tekur við Val

Hermann Hreiðarsson tekur við Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðir hafa fundað með Eiði Smára

Sagðir hafa fundað með Eiði Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“
433Sport
Í gær

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Í gær

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun