fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Ríku karlarnir frá Katar vilja slátra Old Trafford og byggja nýjan glæsilegan völl

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 08:29

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjársterkir aðilar frá Katar undirbúa nú stórt og mikið tilboð í Manchester United. Daily Mail sagði frá þessu í gærkvöldi.

Hópurinn samanstendur af mjög fjársterkum aðilum frá Katar og vilja þeir ólmir kaupa félagið.

Segir í frétt Daily Mail að tilboð þeirra til Glazer fjölskyldunnar verði lagt fram á næstu dögum, telja þeir að tilboð þeirra verði það besta sem Glazer fjölskyldan fær.

Nú segir í fréttum að karlarnir frá Katar vilji slátra Old Trafford og byggja nýjan og glæsilegan heimavöll fyrir félagið. Old Trafford er kominn til ára sinna og endurbætur nauðsynlegar eða byggja nýjan völl.

Bent hefur verið á að félagið gæti reist þetta nýja mannvirki við hlið Old Trafford til að missa ekki heimavöll sinn um tíma.

Segir í frétt Daily Mail að hópurinn frá Katar vilji ausa peningum í leikmannakaup fyrir Erik ten Hag stjóra liðsins, hafi þeir mikla trú á því starfi sem hann er að vinna.

Glazer fjölskyldan vill selja United og er opið fyrir tilboð á næstu vikum. Jim Ratcliffe hefur látið vita að hann vilji kaupa félagið og er búist við að þessi ríkasti maður Bretlands muni leggja mikið á sig til að félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist