fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Er botninum náð í raunveruleikasjónvarpi? – Heitar eldri mæður og synir þeirra í ástarleit

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 11:34

Skjáskot/TLC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir raunveruleikaþættir á TLC hafa valdið talsverðum usla en um er að ræða stefnumótaþætti þar sem „heitar eldri mæður“ og synir þeirra leita að ástinni.

Þættirnir heita „MILF Manor“ sem mætti lauslega þýða sem „Höfðingjasetur heitra mæðra“ en samkvæmt orðabók Oxford er hugtakið notað fyrir kynferðislega aðlaðandi konur sem hafa eignast börn eða „Mom I‘d Like to Fuck.“

Konurnar í þættinum eru frá 40 til 60 ára og dvelja á höfðingjasetri í Mexíkó þar sem þær eru kynntar fyrir mun yngri karlmönnum.

Sjá einnig: Heitar mæður í leit að helmingi yngri karlmönnum

Í fyrsta þætti kom í ljós að umræddir ungu menn eru synir þeirra, en allar eiga þær son á þrítugsaldri.

Þrír þættir eru komnir út og er óhætt að segja að þeir hafi ollið fjaðrafoki.

Mörgum þykir mjög einkennilegt að sjá mæður slá sér upp í sama húsi og synir þeirra, þar að auki eru þær alltaf að slá sér upp með syni einhverrar annarar móður í húsinu.

Ekki nóg með það þá eru alls konar áskoranir og verkefni sem þau þurfa að gera. Eins og að skrifa stærsta kynlífsleyndarmálið sitt nafnlaust á blað og setja á vegg, svo áttu synirnir að giska hvaða leyndarmál væri móður sinnar, og mæðurnar að giska hvaða leyndarmál væri sonar síns.

Á einum miðanum játaði einhver að hafa stundað kynlíf í lyftu í verslunarmiðstöð. Ricky, 26 ára, sagði: „Ég held að það hafi verið mamma mín. Hún er frekar kinkí.“

Ein mamman sagðist hafa fengið bakteríusýkingu í augað eftir að hafa sleikt rass. Önnur viðurkenndi að hafa sofið hjá besta vini sonar síns, en honum þótti mjög erfitt að heyra það.

Tilgangur athæfisins var að reyna að koma hvort öðru á óvart. Ef móðir gat ekki giskað á leyndarmál sonar síns (og öfugt) þá myndi sonurinn vinna rómantískt stefnumót, ekki með móður sinni heldur einhverri af hinum mömmunum.

Þetta er jafn ruglingslegt og þetta er furðulegt. Það má ekki gleyma því þegar bundið var fyrir augu mæðranna og þær þurftu að snerta kvið og brjóstkassa drengjanna og keppast um hver væri fyrst til að bera kennsl á son sinn.

Gagnrýnendur hafa farið hörðum orðum um þáttinn og sagði New Yorker að nú væri botninum náð í raunveruleikasjónvarpi.

YouTube-stjarnan Cody Ko hefur fjallað um fyrstu tvo þættina, sem hann kallar klikkaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“