fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bandaríkin sögð ætla að láta Úkraínumenn fá langdræg flugskeyti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 08:00

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir heimildarmenn í bandaríska stjórnkerfinu sögðu í gær að bandarísk stjórnvöld séu að undirbúa hjálparpakka með hergögnum til Úkraínu að verðmæti 2,2 milljarða dollara. Meðal þess sem pakkinn mun innihalda eru langdræg flugskeyti. Reuters skýrir frá þessu.

Ef þetta er rétt þá verður þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkin senda Úkraínumönnum langdræg flugskeyti.

Heimildarmenn Reuters segja að hugsanlega verði tilkynnt um innihald hjálparpakkans í þessari viku.

Auk langdrægra flugskeyta er reiknað með að í hjálparpakkanum verði íhlutir og skotfæri fyrir Patriot-loftvarnarkerfi, nákvæmnisstýrð skotfæri og skriðdrekavopn.

Hluti af hjálparpakkanum, eða um 1,8 milljarðar dollara, er sagður koma úr sjóði sem heitir Ukraine Security Assistance Initiative. Með þessum sjóði geta stjórnvöld keypt vopn beint frá framleiðendum í stað þess að sækja þau í birgðageymslur hersins.

Peningar úr sjóðnum verða meðal annars notaðir til að kaupa nýtt vopn sem heitir Ground Launched Small Diameter Bomb sem dregur allt að 150 km. Þetta mun gera Úkraínu kleift að hæfa skotmörk sem hafa verið langt utan skotfæris til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka