fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fókus

Uppvakningur í óbyggðum

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vestrar gerast undir lok 19. aldar, þegar sexhleypur héngu við mjaðmir og bæir með álitlegum börum, bönkum og gleðihúsum voru á hverju strái. Því er gaman að fá einu sinni mynd sem gerist um hálfri öld fyrr, þegar vestrið var raunverulega villt, frumbyggjar áttu stundum í fullu tré við aðkomumenn og náttúran sjálf gat verið skeinuhættur óvinur.

Leikstjórinn Alejandro G. Inárritu er á miklu flugi eftir að hafa unnið Óskarinn í fyrra fyrir Birdman. Hér heldur hann út í óbyggðir með allan mannskapinn, neitar að notast við tölvutækni og voru víst margir sem gáfust upp á volkinu. Harkið skilar sér að mestu, landslagið er stórbrotið að sjá, bjarnarárásin líklega sú besta sem hefur verið fest á filmu og byrjunarorrustan ein sú magnaðasta síðan Saving Private Ryan.

En eins og með þá mynd tekst ekki fyllilega að byggja á frábærri byrjun. Tom Hardy er orðinn eftirlætis siðblindingi Hollywood, en hefndin er eitt þreyttasta þema kvikmyndanna og þótt það sé ágætlega útfært bætir það litlu við. Myndin er því meira fyrir augað en hugann. Einnig eru óþarfa villur, svo sem að skotið sé oft úr púðurbyssu án þess að hlaða hana. Maður býst eiginlega við meiru þegar svo miklu er tjaldað til. Jafnframt er atriði sem minnir mjög á Hross í oss, þó vafalaust sé það tilviljun.

Inárritu á ekki endilega skilið að vinna Óskarinn tvö ár í röð, þótt líklega sé kominn tími á DiCaprio. En þrátt fyrir stöku galla er þetta ein besta tilraunin til að lífga vestraformið við síðan Dead Man.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“