fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Ef þú setur þetta í kaffið þitt ertu í góðum málum

Pressan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 05:45

Getur heitt kaffi hjálpað til við að kæla þig?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig drekkur þú kaffið þitt? Svart? Með mjólk? Með rjóma? Sykurlaust? Með sykri? Það er auðvitað mjög misjafnt hvernig fólk vill hafa kaffið sitt. En miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar þá getur skipt máli hvernig þú hefur kaffið þitt.

Það voru vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla sem rannsökuðu hvort einhver munur væri á áhrifum kaffis eftir því hvort mjólk er sett í það eða það drukkið svart. Rannsókn þeirra hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Agricultural and Food Chemistry.

Niðurstaðan er góð fyrir þá sem drekka kaffi með mjólk út í. Það að setja mjólk í kaffið getur haft þau áhrif að það dregur úr bólgum í líkamanum. Ástæðuna fyrir þessu eru að finna í hópi andoxunarefna, sem nefnast polyphenoler. Það er mikið af þessum andoxunarefnum í kaffi.

Vitað er að polyphenoler draga úr svokölluðu oxunarstressi í líkamanum en það veldur oft bólgum. En margt bendir til að polyphenolerne séu enn áhrifameiri í baráttunni gegn bólgum ef þeir eru saman með prótíni. Það er einmitt þar sem mjólkin kemur inn í myndina.

Bólgur geta myndast í líkamanum þegar framandi efni á borð við bakteríur og veirur koma inn í hann. Ónæmiskerfið bregst við þessu með því að senda hvít blóðkorn og ýmis efni til að vernda líkamann.

Í nýju rannsókninni var rannsakað hvernig polyphenoler hegða sér þegar þeim er blandað saman við amínósýrur sem prótín eru búin til úr.

Vísindamennirnir mynduðu bólgur í ónæmisfrumum. Sumar fengu polyphenoler en aðrar polyphenoler í bland við amínósýrur. Ónæmisfrumur, sem fengu blönduna, reyndust tvöfalt betri í að berjast við bólgur.

Í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla segir Marianne Nissen Lund, prófessor, að það sé upplagt að gera sér í hugarlund að þessi blanda muni einnig hafa gagnleg áhrif á bólgur í fólki. Nú verði að rannsaka þetta betur, fyrst í dýrum og síðan vonandi í fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi