fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Manchester United muni ná Meistara­deildar­sæti þrátt fyrir fjar­veru Erik­sen

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carrag­her fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu og nú­verandi spark­s­pekingur Sky Sports telur að meiðsli Christian Erik­sen, miðju­manns Manchester United muni ekki koma í veg fyrir að fé­lagið nái Meistara­deildar­sæti á yfir­standandi tímabili.

Fyrr í dag var það stað­fest með yfir­lýsingu Manchester United að ökkla­meiðsli sem Erik­sen hlaut í leik með fé­laginu gegn Rea­ding um síðustu helgi myndu halda honum frá knatt­spyrnu­vellinum þar til um mánaða­mótin apríl/maí.

Erik­seen er mikil­vægur hlekkur á miðjunni hjá Manchester United sem situr þessa stundina í 4. sæti ensku úr­vals­deildarinnar. Þrátt fyrir fjar­veru Erik­sen telur Carrag­her hins vegar að Manchester United muni spjara sig og halda í Meistara­deildar­sætið.

„Þetta er auð­vitað mikið högg vegna þess að miðjan hefur skipt sköpum fyrir Manchester Unti­ed á yfir­standandi tíma­bili með Ca­semiro, Erik­sen og Bruno Fernandes í farar­broddi.“

Manchester United þurfi ekki að hafa miklar á­hyggjur af mið­svæðinu en Mc­Tominay og Fred hafa verið hálf­gerðar vara­skeifur þar.

„Fred og Ca­semiro hafa spilað saman á mið­svæðinu hjá Brasilíska lands­liðinu.“

Svona lítur Carrag­her á mögu­leika Manchester United í kjöl­far nýjustu vendinga:

„Manchester United er ekki að fara vinna deildina og ég tel að þeir muni ekki enda fyrir utan topp fjóra. Þannig að þetta mun ekki hafa mikil á­hrif á liðið hvað það varðar hvar það endar í lok tíma­bils.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Í gær

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Í gær

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi