fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Hefur töluverðar áhyggjur af Chelsea – „Þetta gæti orðið stórt vanda­mál“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 13:00

Three var áður styrktaraðili Chelsea. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carrag­her, fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maður í knatt­spyrnu og nú­verandi sér­fræðingur Sky Sports í tengslum við ensku úr­vals­deildina segir að það muni reynast Graham Potter, knatt­spyrnu­stjóra Chelsea afar erfitt að taka alla nýju leik­menn fé­lagsins inn í leik­manna­hópinn og gera þeim kleift að að­lagast.

„Það er vanda­mál út af fyrir sig að koma þessum leik­mönnum inn í hópinn, eitt­hvað sem maður myndi vilja gera á undir­búnings­tíma­bili, það er alveg aug­ljóst. Svo er líka spurning hvaða á­hrif þetta hefur á leik­mennina sem voru fyrir hjá Chelsea.

Chelsea hefur farið mikinn á leik­manna­markaðnum í janúar. Fjöl­margir leik­menn hafa gengið til liðs við fé­lagið og bæst gæti við þann hóp fyrir lok fé­lags­skipta­gluggans í kvöld.

„Það er erfitt að halda öllum á­nægðum,“ sagði Carrag­her á Sky Sports. „Þú verður að halda öllum góðum og í þannig stöðu að þeir telja sig eiga mögu­leika á því að spila og legga eitt­hvað af mörkum. Þetta gæti orðið stórt vanda­mál fyrir Graham Potter allt þar til loka yfir­standandi tíma­bils.“

Ein­hverjir leik­menn eru þó á förum frá fé­laginu á næstu klukku­stundunum, til að mynda Jorgin­ho sem er hárs­breidd frá því að ganga til liðs við Arsenal.

Chelsea er að upp­lifa sína fyrstu fé­lags­skipta­glugga undir stjórn nýs eig­anda, Todd Boehly og C­lear­la­ke Capi­tal en alls hafa þeir eytt um 500 milljónum punda í leik­manna­hópinn.

„Þeir hafa klár­lega stigið á bensín­gjöfina undan­farna fé­lagskipta­glugga og nýju eig­endurnir hafa haft mikið að segja þar en hversu langt mun það fleyta þeim? Hver veit.

Stærsta saman­burðar­hæfa dæmið er Manchester United sem hafa, undan­farin tíu ár, hent ó­trú­legu magni af fjár­munum í sitt lið en ein­hvern veginn aldrei komist á þann stað sem fé­lagið vill vera á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning