fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Ung rússnesk kona er talin ógn við Kremlverja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 21:00

Olesya Krivtsoya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er Olesya Krivtsoya, 19 ára rússnesk kona, í stofufangelsi heima hjá móður sinni í Severodvinsk. Rússnesk yfirvöld hafa sett hana í flokk með al-Kaída, Talibönum og Íslamska ríkinu sem eru auðvitað allt þekkt hryðjuverkasamtök.

Nú situr Olesya heima hjá móður sinni. Hún er með staðsetningarbúnað á öðrum ökklanum og húðflúr af Pútín á hinum, þó ekki húðflúr sem Pútín hugnast því það sýnir andstöðu hennar við hann.

CNN skýrir frá þessu og segir að ástæðan fyrir að Olesya er nú flokkuð sem hryðjuverkamaður sé að hún birti myndband á Instagram í október um sprenginguna á brúnni til Krím frá meginlandi Rússland og um leið gagnrýndi hún innrás Rússa í Úkraínu.

Hún er einnig sökuð um að hafa skrifað gagnrýna texta um rússneska herinn í spjallhópi rússneskra stúdenta á rússneska samfélagsmiðlinum VK.

Lögmaður hennar sagði í samtali við CNN að hún eigi allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér en þar sem hún sé nú skilgreind sem hryðjuverkamaður geti það orðið henni til refsiþyngingar og kostað hana sjö ár í fangelsi. Hann sagðist þó vonast til að hún sleppi með sekt.

En móðir hennar, Natalya, er ekki bjartsýn og sagðist telja að yfirvöld vilji nota mál hennar til að slökkva í þeirri andstöðu sem kraumar undir í héraðinu. „Ríkisstjórnin grípur til undarlegra aðgerða. Glæpamenn eru fengnir til að fara í stríð á sama tíma og börn eru sett í fangelsi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill