fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Ungir þjófar á ferð í höfuðborginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 07:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir þjófar komu við sögu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kvöld- og næturvaktinni. Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar reyndust hinir grunuðu ekki hafa náð sakhæfisaldri og var málið því unnið með foreldrum og barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart.

Í Grafarvogi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir. Þar var verið að bera hluti inn í bifreið. Reyndu viðkomandi að komast undan þegar lögreglan kom á vettvang en náðust fljótlega. Þetta voru þrír aðilar sem ekki eru orðnir lögráða. Þeir höfðu stolið gaskútum og einnig ekið bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Málið var unnið í samvinnu við foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart um það.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Eldur kom upp í rafmagnstöflu húss í Breiðholti. Lítið tjón varð.

Í Kópavogi var einn staðinn að þjófnaði úr verslun. Málið var afgreitt á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum