fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Hjörvar leggur til stóra breytingu á menntakerfinu – „Ég er mjög hlynntur því að fara að hugsa þetta upp á nýtt“

433
Laugardaginn 28. janúar 2023 09:00

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Gestur með honum var Hjörvar Hafliðason, dr. Football.

Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og ræddu um komu Vésteins Hafsteinssonar sem sneri aftur til Íslands og á að rífa upp afreksíþróttirnar. Hjörvar hefur ákveðna skoðun á því máli.

„Ég held að besta leiðin til að búa til afreksfólk er að fara í skólana. Vera í menntaskólum þannig þeir sem eru góðir í íþróttum séu saman og í kringum hvort annað. Maður hefur heyrt af slíkum prógrömum í Noregi og Danmörku.

Ég meina 16 ára Bjarni fer í MR. Þar eru bjórkvöld og böll og hann þarf að mæta á þetta allt saman. En ef þú ert í kringum fólk sem ætlar sér að verða best í heimi held ég að það geti smitað út frá sér. Ég er mjög hlynntur því að fara að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði hann.

Hann benti á að trúlega værum við best í heimi í kringum 12 ára aldurinn en síðan gerðist eitthvað. „Þessi þrjú ár, þarna missum við af lestinni. Ef við færum á Essó mótið og horfðum á 12 ára krakka þá myndi ég telja að þau væru bestu 12 ára krakkar í heimi. Þau eru geggjuð en svo gerist eitthvað í kringum 15-16 og 17 ára aldurinn. Þá einhvern veginn fer þetta niður.“

Afreksíþróttabrautir eru til í framhaldsskólum meðal annars í Borgarholtsskóla og Menntaskólanum í Kópavogi. „Ég vil bara sjá þessa krakka saman á einum stað,“ sagði Hjörvar. „Þá ertu ekki að fara í MR eða Versló eða annað og hitta vitleysinga sem plata viðkomandi á bjórkvöld. Þá eru þau í kringum annað afreksíþróttafólk hvort sem það er skíðafólk eða fimleikafólk eða handboltafólk. Það tjakkar hvort annað upp.

Þetta er pæling.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
Hide picture