fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 09:00

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bjó í Hveragerði og gat ekki leikið við önnur börn vegna þess að ég var viðlagasjóðspakk og var bara laminn.“

Þetta segir Gísli Ingi Gunnarsson sem hóf umræðu á Facebook um reynslu sína af því að hafa þurft að flýja upp á land þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum 1973. Í kjölfarið hafa fleiri tekið til orðs og skýrt frá reynslu sinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að mörg börn hafi upplifað neikvætt viðhorf og fengið að vita að þau væru afætur á íslensku samfélagi.

Kona ein segist hafa verið kýld og grýtt. Önnur segir frá káfi og kynferðislegri áreitni.

„Alveg ótrúlegt að í öll þessi ár hef ég ekki séð mikið fjallað um hvernig börnin frá Eyjum komu út úr þessu öllu saman, rifin upp með rótum,“ segir Díana Aðalheiðardóttir.

Margir ræða einnig um þöggun því það hafi aðeins mátt segja eina sögu, sögu hetjudáða og samstöðu.

Ragnar Óskarsson, 75 ára sögukennari í Eyjum, segir að flest hafi gengið vel miðað við aðstæður en umræðan minni hann á þegar verið sé að taka á móti flóttafólki: „Það eru alltaf raddir í landinu sem segja: Við getum ekki séð um okkur sjálf en samt erum við að taka á móti flóttafólki.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið