fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 09:00

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bjó í Hveragerði og gat ekki leikið við önnur börn vegna þess að ég var viðlagasjóðspakk og var bara laminn.“

Þetta segir Gísli Ingi Gunnarsson sem hóf umræðu á Facebook um reynslu sína af því að hafa þurft að flýja upp á land þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum 1973. Í kjölfarið hafa fleiri tekið til orðs og skýrt frá reynslu sinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að mörg börn hafi upplifað neikvætt viðhorf og fengið að vita að þau væru afætur á íslensku samfélagi.

Kona ein segist hafa verið kýld og grýtt. Önnur segir frá káfi og kynferðislegri áreitni.

„Alveg ótrúlegt að í öll þessi ár hef ég ekki séð mikið fjallað um hvernig börnin frá Eyjum komu út úr þessu öllu saman, rifin upp með rótum,“ segir Díana Aðalheiðardóttir.

Margir ræða einnig um þöggun því það hafi aðeins mátt segja eina sögu, sögu hetjudáða og samstöðu.

Ragnar Óskarsson, 75 ára sögukennari í Eyjum, segir að flest hafi gengið vel miðað við aðstæður en umræðan minni hann á þegar verið sé að taka á móti flóttafólki: „Það eru alltaf raddir í landinu sem segja: Við getum ekki séð um okkur sjálf en samt erum við að taka á móti flóttafólki.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump