fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag brjálaðist út í eigin leikmann í gær – Ástæðan opinberuð

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest tók á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í gærkvöldi.

Gestirnir voru sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir strax á sjöttu mínútu með marki frá hinum sjóðheita Marcus Rashford eftir sendingu frá Casemiro, sem var að snúa aftur eftir leikbann.

Sam Surridge hélt að hann væri að jafna fyrir Forest um miðjan fyrri hálfleik en markið var dæmt af með aðstoð VAR.

Það var svo nokkuð liðið á fyrri hálfleikinn þegar Erik ten Hag brjálaðist út í Bruno Fernandes. United var þá í góðri stöðu fyrir utan teig og Portúgalinn með nægan tíma. Hann ákvað hins vegar að skjóta að marki en boltinn fór hátt yfir. Ten Hag hafði engan húmor fyrir þessu og lét Fernandes heyra það.

Rauðu djöflarnir komust svo í 0-2 fyrir leikhlé. Wout Weghorst skoraði sitt fyrsta mark fyrir United er hann kom boltanum í netið í kjölfar þess að skot Antony var varið.

Lítið var um að vera lengi vel í seinni hálfleik en United gerði sig líklegt undir lokin. Það skilaði sér í marki Fernandes með frábærri afgreiðslu.

Lokatölur 0-3 og staða United í einvíginu afar væn fyrir seinni leikinn eftir viku.

Ten Hag var brjálaður yfir ákvörðun Fernandes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina

Patrick Pedersen hafði fundið fyrir sársauka um langt skeið áður en hann sleit hásinina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Í gær

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy