fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Leikmenn þjappi sér saman fyrir stjórann sem sé að upplifa erfiða tíma utan vallar – ,,Við erum til staðar“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 08:30

Antonio Conte GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, fyrirliði og stjörnuleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham segir leikmenn liðsins hafa þjappað sér saman til þess að styðja við bakið á knattspyrnustjóra félagsins, Antonio Conte, sem hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið eftir að hafa misst tvo nána vini sína.

Kane skoraði eina mark Tottenham í sigri liðsins gegn Fulham á útivelli í gærkvöldi og í viðtali við Sky Sports eftir leik varpaði hann ljósi á erfiða tíma Conte.

,,Hann hefur verið að ganga í gegnum erfitt tímabil í einkalífinu. Það að vera hluti af liði á ekki bara við um okkur leikmennina, knattspyrnustjórinn er hluti af þessu líka, þjálfarateymið einnig og við erum til staðar fyrir hvort annað.

Við munum halda áfram að berjast, líkt og knattspyrnustjórinn er að gera. Hann er metnaðarfullur stjóri og við þurfum bara að halda áfram að leggja hart að okkur fyrir hann.“

Undir lok ársins 2022 féll Gian Piero Ventrone, náinn samstarfsmaðurinn Conte og styrktarþjálfari Tottenham, frá og þá er ekki langt síðan að ítalska knattspyrnugoðsögnin Gianluca Vialli lést eftir baráttu við krabbamein. Hann var náinn vinur Conte.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur