fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Guðni tjáði sig um grein Söru sem fór eins og eldur í sinu um heiminn – „Eftir nokkur ár verður það óþolandi“

433
Laugardaginn 21. janúar 2023 09:00

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir gerast ekki mikið stærri gestirnir en sá sem fenginn var í Íþróttavikuna með Benna Bó í þetta skiptið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sat þá í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþrótta á Torgi.

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur heldur betur verið í fréttum undanfarna daga eftir að grein hennar kom út. Þar lýsir hún slæmu viðhorfi Lyon gagnvart sér er hún var ólétt að syni sínum og eftir að hún eignaðist hann. Hún vann að lokum mál gegn félaginu.

„Það var frábært framtak hjá henni. Þessi barátta hennar mun skila árangri, ekki bara fyrir hana, heldur íþróttakonur í fleiri greinum og um víða veröld. Við eigum að fagna því að hún hafi ekki látið vaða yfir sig í Lyon,“ segir Guðni.

„Hlutirnir gerast aldrei af sjálfu sér. Við erum blessunarlega á réttri leið þegar kemur að jafnrétti kynjanna í íþróttum. En sú var tíð að þær þyrftu að fá nýtt búningasett og þá var gamla settinu af strákunum hent í þær. Það þætti óþolandi í dag rétt eins og að eftir nokkur ár verður það óþolandi að litið sé svo á knattspyrnukonu sem hefur orðið þunguð að það sé einhver svakalegur skellur sem eigi ekki að þola. Það verður liðin tíð eftir nokkur ár.“

Hörður var ánægður með grein Söru en framganga Lyon kom honum á óvart.

„Það kom skemmtilega á óvart hversu víða þetta fór. Það segir kannski ýmislegt um þann prófíl sem Sara er í heimsfótboltanum, afrek hennar tala fyrir sig. En það kom manni gríðarlega á óvart að svona stór klúbbur eins og Lyon sé að reyna snuða leikmennina sína um þessa peninga, 12 milljónir króna, fyrir klúbb eins og Lyon eru það smáaurar í stóra samhenginu.

Þegar fram líða stundir munu félögin ekki gera svona því þau sjá hvaða afleiðingar það hefur.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
Hide picture