fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Antonio gæti óvænt farið frá West Ham en bara ef þetta gerist

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michail Antonio gæti óvænt farið frá West Ham í þessum mánuði, ef marka má frétt Sky Sports.

Hinn 32 ára gamli Antonio hefur verið á mála hjá Lundúnaliðinu síðan 2015 en gæti nú verið á förum. Til þess þarf þó annað að ganga upp.

Danny Ings virðist á barmi þess að ganga í raðir West Ham frá Aston Villa. Þar bætist í flóru sóknarmanna hjá lærisveinum David Moyes.

Það er þó ekki nóg til þess að Antonio fari. Til þess þyrfti annar maður að koma inn um dyrnar.

Sá maður gæti verið Terem Moffi hjá Lorient í Frakklandi.

West Ham hefur þegar boðið 25 milljónir punda í leikmanninn.

Moffi er 23 ára gamall og kemur frá Nígeríu. Hann hefur skorað tólf mörk í frönsku úrvalsdeildinni á leiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“