fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Heimspressan fjallar um málefni Söru: Vekur mikla athygli í Asíu – Heimsfræg áhrifakona leggur orð í belg

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar út um allan heim fjalla nú um Söru Björk Gunnarsdóttur og pistil hennar þar sem hún segir frá þrautagöngu sinni í gengum meðgönguna. Franska félagið Lyon hætti að borga henni laun og kom illa fram við hana.

Stóru miðlarnir BBC, Sky, Guardian, Daily Mail, Japan Times og ESPN hafa allir tekið mál Söru fyrir og fjallað ítarlega um það. Fleiri miðlar hafa sömu sögu að segja, fær Sara mikið lof fyrir að stíga fram og greina frá málinu.

ESPN fjallar um málið.

Lyon neitaði að borga Söru Björk laun á meðan hún var ófrísk en þessi magnaða knattspyrnukona eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember árið 2021. „Ef Sara fer til FIFA með þetta þá á hún enga framtíð hjá Lyon,“ voru hótanir sem Lyon beitti þegar umboðsmaður Söru reyndi að fá launin hennar.

Sara segir frá því í pilstinum að henni hafi brugðið þegar launin hennar áttu að koma en franska liðið borgaði aðeins brot af þeim.

„Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki aðeins um viðskipti Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, konu og manneskju“ segir Sara.

Guardian fjallar mjög ítarlega um málið.

Nú hefur svo komið fram að Sara fékk aðeins rúmar 27 þúsund evrur greiddar frá Lyon á meðan hún gekk með barn sitt. Hún fór með málið til FIFA sem dæmdi henni í hag og franska liðið þurfti að gera upp við hana.

Samkvæmt samningi hennar hefði Lyon hins vegar átt að greiða henni rúmar 109 þúsund evrur. Franska félagið hefur svo nú verið dæmt til að greiða henni skuldina sem er 82 þúsund evrur.

Sara hefur því fengið 12 milljónirnar sem hún átti inni hjá franska félaginu en málið er afar fordæmisgefandi í heimi kvennafótboltans.

Málið vekur athygli í Asíu.

Áhrifakona tjáir sig:

Ein fremsta knattspyrnukona heims, hin bandaríska Megan Rapinoe, hefur nú lagt orð í belg. Fyrrum landsliðsfyrirliðinn var á mála hjá Lyon frá 2020-2022 en er nú hjá ítalska stórliðinu Juventus.

Rapinoe er þekkt áhrifakona í fótboltanum og hefur lagt mikið á sig til að berjast fyrir réttindum kvenna í heimi fótboltans.

„Þetta er algjörlega til skammar hjá Lyon. Kúltúrinn hjá Lyon og í Frakklandi á enn langa leið í land. Þið elskið að tala um hversu mikið þið styðjið konur en dæmin sýna að svo er ekki. Ég bið ykkur um að vera félagið sem styður alltaf konur, ekki félagið sem gerði það einu sinni,“ skrifar Rapinoe beitt á Twitter.

Hún leikur með OL Reign í heimalandinu, en þar eru sömu eigendur og hjá Lyon.

Megan Rapinoe. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu