fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Leit Arsenal að nýjum manni er hafin eftir áfall helgarinnar – Setja sig í samband við Leverkusen sem heimtar háar fjárhæðir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur sett sig í samband við Bayer Leverkusen vegna Moussa Diaby. Sky Sports segir frá.

Skytturnar eru í leit að manni í sóknarlínuna. Félagið missti af Mykhailo Mudryk á dögunum á síðustu stundu. Úkraínumaðurinn hélt til Chelsea þess í stað.

Diaby er 23 ára gamall og getur leyst stöðurnar fremst á vellinum.

Leverkusen metur leikmanninn mikils. Í sumar var haft eftir talsmanni þess að kappinn kosti um 100 milljónir evra.

Hvort að Arsenal sé til í að borga slíkt verð er óljóst en áhuginn er í það minnsta til staðar og félagið hefur rætt við Leverkusen.

Þýska félagið hefur engan áhuga á að missa Diaby á miðju tímabili en fyrir rétt verð gæti hann farið.

Á þessari leiktíð hefur Diaby skorað sex mörk og lagt upp þrjú í fimmtán leikjum í efstu deild Þýskalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur