fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Leit Arsenal að nýjum manni er hafin eftir áfall helgarinnar – Setja sig í samband við Leverkusen sem heimtar háar fjárhæðir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur sett sig í samband við Bayer Leverkusen vegna Moussa Diaby. Sky Sports segir frá.

Skytturnar eru í leit að manni í sóknarlínuna. Félagið missti af Mykhailo Mudryk á dögunum á síðustu stundu. Úkraínumaðurinn hélt til Chelsea þess í stað.

Diaby er 23 ára gamall og getur leyst stöðurnar fremst á vellinum.

Leverkusen metur leikmanninn mikils. Í sumar var haft eftir talsmanni þess að kappinn kosti um 100 milljónir evra.

Hvort að Arsenal sé til í að borga slíkt verð er óljóst en áhuginn er í það minnsta til staðar og félagið hefur rætt við Leverkusen.

Þýska félagið hefur engan áhuga á að missa Diaby á miðju tímabili en fyrir rétt verð gæti hann farið.

Á þessari leiktíð hefur Diaby skorað sex mörk og lagt upp þrjú í fimmtán leikjum í efstu deild Þýskalands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig