fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Goðsögn Manchester United með föst skot á Ronaldo – ,,Áttar sig ekki á því að hann er ekki 25 ára“

Victor Pálsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 19:41

Cristiano Ronaldo er á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Cantona, goðsögn Manchester United, hefur tjáð sig um aðra goðsögn félagsins, Cristiano Ronaldo.

Ronaldo var í mikill fýlu hjá Man Utd í vetur og reyndi mikið að komast burt og fékk ósk sína uppfyllta að lokum.

Ronaldo taldi sig ekki spila nógu stórt hlutverk í Manchester en hann er orðinn 37 ára gamall.

Cantona segir að Ronaldo hugsi enn um sjálfan sig sem 25 ára gamlan leikmann, eitthvað sem virkar ekki í nútíma fótbolta.

,,Það eru tvær týpur af eldri leikmönnum: þeir sem átta sig ekki á því að þeir eru ekki 25 ára og þeir sem átta sig á aldrinum og hjálpa yngri leikmönnum,“ sagði Cantona.

,,Þeir vita það að þeir fá ekki að spila alla leiki en vita einnig að það munu koma augnablik þar sem þeir geta látið ljós sitt skína.“

,,Það eru leikmenn eins og Zlatan Ibrahimovic sem gerir það enn hjá AC Milan, Ryan Giggs og Paulo Maldini er hann var hjá Milan.“

,,Ronaldo áttar sig ekki á því að hann er ekki 25 ára gamall. Hann er orðinn eldri og veit ekki af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram