fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Enski bikarinn: Manchester City rúllaði yfir Chelsea – Aston Villa varð sér til skammar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 18:28

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City valtaði yfir Chelsea í enska bikarnum í kvöld en liðon áttust við á Etihad vellinum.

Þessi lið mættust í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og þá vann Man City góðan 1-0 útisigur.

Að þessu sinni var fjörið meira en Man City skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og var fljótt búið að gera út um leikinn.

Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir heimamenn en hann sá einnig um að tryggja sigur um helgina.

Tvö af mörkum Man City komu úr vítaspyrnum sem Mahrez og Julian Alvarez skoruðu úr.

Aston Villa er þá að sama skapi úr leik eftir gríðarlega óvænt tap gegn smáliði Stevenage.

Stevenage gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Villa Park en bæði mörk liðsins voru skoruð í blálokin.

Stevenage leikur í ensku D-deildinni og er þetta mögulega besti sigur í sögu félagsins.

Manchester City 4 – 0 Chelsea
1-0 Riyad Mahrez(’23)
2-0 Julian Alvarez(’30, víti)
3-0 Phil Foden(’38)
4-0 Riyad Mahrez(’85, víti)

Aston Villa 1 – 2 Stevenage
1-0 Morgan Sanson (’33)
1-1 Jamie Reid (’88, víti)
1-2 Dean Campbell (’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð