fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Leikmenn Chelsea sannfærðu liðsfélaga sinn um að fara annað – ,,Komið mér í þessa flugvél“

Victor Pálsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 19:34

Tomori. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru leikmenn Chelsea sem sannfærðu varnarmanninn Fikayo Tomori um að ganga í raðir AC Milan á Ítalíu.

Tomori tók hugrakka ákvörðun í byrjun 2021 og samdi við Milan en hann hafði allan sinn feril verið samningsbundinn Chelsea.

Tækifærin á þeim tíma voru þó af skornum skammti og eftir að hafa rætt við liðsfélaga sína í Chelsea ákvað Tomori að semja við Milan.

Tomori ræddi við leikmenn Chelsea sem höfðu reynslu af Ítalíu og gátu ekki talað betur um deildina þar í landi.

,,Þetta var ekki bara eitthvað félag, þetta var AC Milan. Svo talaði ég við nokkra stráka hjá Chelsea sem höfðu spilað á Ítalíu – Toni Rudiger, Mateo Kovacic og Emerson. Toni hafði spilað með Roma og hann talaði alltaf um magnaðan stuðning. Hann sagði við mig að ef tækifærið kæmi þá þyrfti ég að taka það,“ sagði Tomori.

,,Hann sagði að þetta væri öðruvísi á Ítalíu, að hann hafi verið maðurinn þarna. Hann sagði mér að gefa allt í verkefnið og að þeir myndu elska mig þarna.“

,,Svo var komið að Thiago Silva, hann talaði ekki einu sinni ensku en hann áttaði sig á því hvað við værum að tala um. Hann sagði ‘Milan?’ og setti þumalputtann upp. Ég hugsaði með mér, allt í lagi, komið mér í þessa flugvél.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift