fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Rússneskur hermaður segir frá lygunum – „Við gátum ekki farið neitt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 07:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að Yevgeny Chavelyuk, sem starfaði í rússneskri stálsmiðju, fékk að vita að hann hefði verið kvaddur í herinn þar til hann stóð á úkraínskri jörð. Skömmu síðar var hann tekinn höndum af úkraínskum hermönnum.

Hann ræddi nýlega við Wall Street Journal og sagði að herdeild hans hafi verið sagt að hún væri á leið á æfingu nærri úkraínsku landamærunum. En Chavelyuk segist hafa áttað sig á að það var lygi áður en komið var á áfangastað.

Hann sagði að það hefði ekki breytt neinu að segja yfirmönnunum að hann hefði séð í gegnum lygi þeirra. „Við vorum komnir á áfangastað og við gátum ekki farið neitt,“ sagði hann.

Herdeildin var þá komin til Úkraínu þrátt fyrir að hafa aðeins fengið nokkurra klukkustunda skotvopnaþjálfun. Hver hermaður hafði aðeins tvö magasín, með skotum, meðferðis.

Megnið af þjálfun hermannanna hafði falist í að æfa þá í að búa um rúm sín og standa teinréttir í röð.

Chavelyuk var tekinn höndum af úkraínskum hermönnum í Luhansk og er nú í fangelsi með fleiri rússneskum hermönnum.

Blaðamenn Wall Street Journal fengu að ræða við hann í einrúmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu