fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Rússneskur sérfræðingur segir nýársávarp Pútíns „klikkaða mynd“ – „Hann á enga útleið“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 05:44

Vladímír Pútín þegar hann flutti nýársávarp sitt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, flutti nýársávarp sitt í sjónvarpi horfði hann stíft í myndavélina og var alvarlegur á svip. Það var kannski ekki þetta sem vakti mesta athygli, heldur að hann stóð fyrir framan hóp karla og kvenna, sem voru í einkennisfatnaði hersins, í stað þess að vera með Kreml í bakgrunni eins og venjulega þegar hann flytur nýársávarpið.

Þetta var engin tilviljun eftir því sem Pavel M. Baev, rússneskur sérfræðingur sem starfar hjá norsku friðarrannsóknarstofnuninni PRIO, segir.

„Þetta er mjög sérstakt. Klikkuð mynd og ekki það sem margir Rússar vildu heyra. Allar kringumstæður voru undarlegar. Pútín hefur þörf fyrir fulla herkvaðningu en um leið lætur hans og lífið haldi áfram eins og venjulega. Að partíið gangi eins og það á að ganga,“ sagði Baev í samtali við Dagbladet.

Hann sagði það vera sitt mat að Pútín hafi ekki tekist að selja Rússum sína útgáfu um af hverju hann taldi nauðsynlegt að fara í stríð við Úkraínu. „Lífið getur ekki haldið áfram á eðlilegan hátt. Stríð er stríð og þversögnin er að Pútín er fastur í stríðinu sem hann hóf sjálfur. Hann á enga leið út. Ég held að hann sé að leita að kraftaverki en hann sekkur dýpra og dýpra í hringiðu stríðs,“ sagði Baev.

Um áramótin 2021/22 flutti Pútín nýársávarpið glaður og með ánægjulegan boðskap. En bjartsýni og gleði var ekki ríkjandi að þessu sinni.

Þema ávarpsins var tvískinnungur Vesturlanda og hræsni. Einnig ræddi Pútín um Rússland sem hetjuna og Úkraínu og Vesturlönd sem illmennin.

„Árum saman hefur hin hræsnisfulla vestræna elíta fullvissað okkur um að hún hefði aðeins frið í hyggju . . . En í raun hefur hún stutt nýnasistana á alla hugsanlega vegu. Að verja móðurland okkar er heilög skylda okkar, sem við skuldum forfeðrum okkar og afkomendum,“ sagði hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“