fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Spjótin standa að Conte sem er sagður reyna að afvegaleiða umræðuna – „Hverju eigum við að trúa?“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 12:30

Antonio Conte - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Warnock, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi sérfræðingur Sky Sports, furðar sig á ummælum Antonio Conte, knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham eftir leik liðsins um nýliðna helgi. Warnock segir Conte vera í mótsögn við sjálfan sig og spyr hverju stuðningsmenn félagsins eigi eiginlega að trúa af því sem kemur frá honum.

Viðtal sem Conte fór í, eftir 2-0 tap Tottenham gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær,  hefur vakið mikla athygli en í því sagði Conte meðal annars að fjárfesta þyrfti miklum fjármunum í leikmannahóp félagsins ef liðið ætti að endurtaka „kraftaverkið“ og átti Conte þar við árangur Tottenham á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði í einu af topp fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þá sagði Conte að grunnurinn sem félagið væri að byggja á væri ekki góður en sjálfur er hann nú undir mikilli pressu og eru raddir, þess efnis að hleypa þurfi nýjum knattspyrnustjóra að, orðnar háværari.

„Hann segir að grunnurinn sé ekki nógu góður í liðinu og að liðið sé ekki að standast væntingar. Á sama tíma segir hann að hann hafi fulla trú á leikmönnum sínum. Hverju eigum við að trúa?“ segir Warnock í samtali við Sky Sports.

Warnock segist telja að Conte þyki leikmennirnir, sem hann hefur úr að moða, ekki nægilega góðir.

„Hann er að biðja um meiri fjárfestingu, meiri gæði og sagði að árangur síðasta tímabils hefði í raun verið blekking.“

Conte sé bara að finna upp afsakanir til þess að afvegaleiða umræðuna frá því sem skipti máli.

„Allir stuðningsmenn, hvaða liðs sem um ræðir, vilja að meiri fjármunum sé eytt í uppbyggingu en það skiptir öllu máli að peningunum sé vel eytt.“

Tottenham er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig eftir að hafa spilað 17 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Í gær

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Í gær

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði