fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Nýr þjálfari Ronaldo veldur usla með viðbrögðum sínum við komu goðsagnarinnar – Sambandið strax í molum?

433
Mánudaginn 2. janúar 2023 11:49

Samsett mynd / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rudi Garcia, þjálfari sádi-arabíska knattspyrnufélagsins Al-Nassr ku hafa komið sé í klandur strax er varðar samband hans og nýjasta leikmanns Al-Nassr, portúgölsku stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo. Ummæli Garcia á blaðamannafundi skömmu eftir að tilkynnt var um komu Ronaldo til félagsins.

Greint er frá málinu á vefsíðu Daily Mail en á blaðamannafundi á dögunum var Garcia spurður út í komu Ronaldo til félagsins. Svör hans við þeirri spurningu komu á óvart og gætu valdið usla í samskiptum hans og Ronaldo.

„Ég reyndi fyrst að fá Messi,“ var svar Garcia við spurningunni og átti hann þar við Lionel Messi, nýkrýndan heimsmeistara og helsta samkeppnisaðila Ronaldo í gegnum tíðina. Um góðlátlegt grín var að ræða hjá Garcia en óvíst er hvernig það mun falla í kramið hjá Ronaldo sem hefur nýlokið við stormasamann tíma hjá Manchester United þar sem samskipti hans og knattspyrnustjórans Erik ten Hag voru afar erfið.

Ronaldo mun þéna því sem nemur 173 milljónum punda í árslaun hjá Al-Nassr og gerir það hann að launahæsta íþróttamanni í heimi ef miðað er við samantekt Forbes á launahæstu íþróttamönnum heims árið 2022.

Rudi Garcia, núverandi þjálfari Al-Nassr tók við félaginu í júní en hann hefur góða reynslu úr Evrópuboltanum eftir tíma sinn hjá Roma, Marseille og Lyon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra