fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Nýjustu vendingar vekja mikla athygli og blása lífi í baráttu Messi og Ronaldo

433
Mánudaginn 2. janúar 2023 10:54

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ron­aldo, leik­maður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, verður launa­hæsti í­þrótta­maður heims árið 2023 ef engar stórar vendingar verða á árinu. Ron­aldo samdi á dögunum við Al-Nassr og sam­kvæmt fréttum mun hann þéna því sem nemur í kringum 173 milljónir punda í árs­laun hjá fé­laginu.

Það jafn­gildir tæpum 30 milljörðum ís­lenskra króna og myndi Ron­aldo því, ef engar fleiri stórar breytingar eiga sér stað, stökkva yfir Lionel Messi og Lebron james á listanum yfir launa­hæstu í­þrótta­menn í heimi.

Þetta er hægt að sjá með því að bera saman laun hans hjá Al-Nassr við ný­út­gefinn lista For­bes yfir launa­hæstu í­þrótta­menn í heimi árið 2022.

Knatt­­spyrnu­­maðurinn Lionel Messi, stjörnu­­leik­­maður Paris Saint-Germain og ný­krýndur heims­­meistari með argentínska lands­liðinu var launa­hæsti í­­þrótta­­maður heims árið 2022 sam­kvæmt saman­tekt For­bes.

Argentínski knatt­spyrnu­snillingurinn þénaði því sem nemur 108 milljónum punda í laun á árinu, því sem jafn­gildir rúmum 18,5 milljörðum ís­lenskra króna.

Það munar því rétt rúm­lega ellefu milljörðum, Ron­aldo í hag, á milli hans og Messi miðað við launa­tölur Messi í fyrra.

Annar á lista For­bes, yfir launa­hæstu í­þrótta­menn heims árið 2022, var körfu­bolta­kappinn Lebron James með um 101 milljón punda. Það jafn­gildir rúmum 17 milljörðum ís­lenskra króna.

Ron­aldo endaði á þriðja sæti lista For­bes yfir árið í fyrra með um 96 milljónir punda í laun en Ron­aldo spilaði stærstan hluta árs með enska úr­vals­deildar­fé­laginu Manchester United. Samningi hans við fé­lagið var hins vegar rift skömmu fyrir Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra