fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Nýjustu vendingar vekja mikla athygli og blása lífi í baráttu Messi og Ronaldo

433
Mánudaginn 2. janúar 2023 10:54

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ron­aldo, leik­maður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, verður launa­hæsti í­þrótta­maður heims árið 2023 ef engar stórar vendingar verða á árinu. Ron­aldo samdi á dögunum við Al-Nassr og sam­kvæmt fréttum mun hann þéna því sem nemur í kringum 173 milljónir punda í árs­laun hjá fé­laginu.

Það jafn­gildir tæpum 30 milljörðum ís­lenskra króna og myndi Ron­aldo því, ef engar fleiri stórar breytingar eiga sér stað, stökkva yfir Lionel Messi og Lebron james á listanum yfir launa­hæstu í­þrótta­menn í heimi.

Þetta er hægt að sjá með því að bera saman laun hans hjá Al-Nassr við ný­út­gefinn lista For­bes yfir launa­hæstu í­þrótta­menn í heimi árið 2022.

Knatt­­spyrnu­­maðurinn Lionel Messi, stjörnu­­leik­­maður Paris Saint-Germain og ný­krýndur heims­­meistari með argentínska lands­liðinu var launa­hæsti í­­þrótta­­maður heims árið 2022 sam­kvæmt saman­tekt For­bes.

Argentínski knatt­spyrnu­snillingurinn þénaði því sem nemur 108 milljónum punda í laun á árinu, því sem jafn­gildir rúmum 18,5 milljörðum ís­lenskra króna.

Það munar því rétt rúm­lega ellefu milljörðum, Ron­aldo í hag, á milli hans og Messi miðað við launa­tölur Messi í fyrra.

Annar á lista For­bes, yfir launa­hæstu í­þrótta­menn heims árið 2022, var körfu­bolta­kappinn Lebron James með um 101 milljón punda. Það jafn­gildir rúmum 17 milljörðum ís­lenskra króna.

Ron­aldo endaði á þriðja sæti lista For­bes yfir árið í fyrra með um 96 milljónir punda í laun en Ron­aldo spilaði stærstan hluta árs með enska úr­vals­deildar­fé­laginu Manchester United. Samningi hans við fé­lagið var hins vegar rift skömmu fyrir Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina
433Sport
Í gær

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Í gær

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?

Elvar varpar fram kenningu – Er Ólafur að máta sig við stól Þorsteins?