fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Þetta eru sviðsmyndirnar sem sérfræðingar sjá fyrir sér varðandi stríðið í Úkraínu á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. desember 2022 08:00

Úkraínski fáninn blaktir nærri Lyman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ólíklegt að stríðinu í Úkraínu ljúki á næsta ári og það eru ekki miklar líkur á að friðarviðræður hefjist.

Þetta er mat Mette Skak, lektors í stjórnmálafræði við Árósaháskóla, og Jacob Kaarsbo, sérfræðings hjá hugveitunni Tænketanken Europa. TV2 ræddi við þau um hvernig þau telji að stríðið þróist á næsta ári.

Skak sagði að það sé hennar mat að horfa verði á Úkraínu eins og við horfum á lönd þar sem átök eru daglegt brauð. „Maður þarf að venja sig við að horfa á Úkraínu sem einhverskonar evrópskt Ísrael,“ sagði hún.

Í grein eftir Kaarsbo, sem birtist á vef Tænketanken Europa, dregur hann upp sex sviðsmyndir sem hann telur líklegar í stríðinu næstu fjóra til sex mánuði. Hann segist telja að á næstu tveimur mánuðum verði blanda af tveimur af þessum sviðsmyndum raunveruleikinn. Kyrrstaða í stríðinu og vetrarsókn Úkraínumanna.

BBC ræddi við fimm sérfræðinga sem bentu á fimm mismunandi sviðsmyndir um hvernig stríðið getur þróast á næsta ári. Þrír þeirra telja litlar líkur á að stríðinu ljúki á næstunni. Barbara Zanchetta, hjá Kings College í Lundúnum, sagði að því miður verði áfram um langvarandi baráttu að ræða á pólitíska og efnahagslega sviðinu auk baráttu á vígvellinum. Hún sagði líklegt að stríðið standi enn yfir eftir ár.

En Andrei Piontkovsky, sérfræðingur sem starfar í Washington, sagði ekki útilokað að Úkraína muni sigra í stríðinu á nokkrum mánuðum og muni hafa náð landi sínu úr höndum Rússa í vor.

Ben Hodges, fyrrum yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu, er sama sinnis og telur að Úkraínumenn muni sigra í stríðinu á næsta ári.  Hann sagðist ekki vera í neinum vafa um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast