fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Alfons segir Arnar Þór hafa spilað hlutverk í félagaskiptunum – ,,Ég heyrði góðar sögur“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 21:31

Mynd: Twente

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur gert samning við hollenska úrvalsdeildarfélagið Twente.

Samningur leikmannsins við Bodo/Glimt í Noregi var runninn út og voru mörg lið að skoða hans mál.

Alfons er 24 ára gamall hægri bakvörður en hann lék með Bodo frá 2020 og náði mögnuðum árangri.

Alfons varð norskur meistari með Bodo og náði liðið einnig frábærum sprett í Evrópukeppni.

Alfons ræddi við heimasíðu Twente í kvöld eftir að skiptin voru staðfest.

,,Þegar ég lék með Bodo/Glimt gegn PSV og AZ þá upplifði ég andrúmsloft vallana hérna. Það var stór ástæða fyrir því að ég valdi Holland,“ sagði Alfons.

,,Um leið og ég heyrði af áhuga Twente þá fylgdist ég með leikjum liðsins og var mjög hrifinn af tenging leikmannana og stuðningsmanna.“

,,Twente er lið sem spilar af mikilli orku sem hentar mér. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, spilaði líka með félaginu og ég heyrði góðar sögur frá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann