fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Fyrrum Rússlandsforseti með dökka spá fyrir næsta ár – ESB hrynur og borgarastyrjöld í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 07:00

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands og núverandi formaður rússneska öryggisráðsins, hefur sent frá sér spá um hvað gerist á næsta ári. Óhætt er að segja að spá hans sé ansi svört.

Medvedev, sem hefur verið náinn samstarfsmaður Vladímír Pútíns, forseta, árum saman, er mjög í nöp við Vesturlönd og telur þau uppsprettu alls ills. Óhætt er að segja að áramótaspá hans beri keim af þessu.

Hann birti spá sína á Twitter. Í henni segir hann að ESB muni hrynja saman af því að Bretar gangi aftur í sambandið. Þetta mun að hans sögn hafa þær afleiðingar að Pólland og Ungverjaland munu hertaka vesturhéruð Úkraínu og úr þessu verður „Fjórða ríkið“ sem mun samanstanda af Þýskalandi, Póllandi, Eystrasaltsríkjunum, Tékklandi, Slóvakíu, stjórnvöldum í Kyiv og fleiri ríkjum.

Þar með er ekki sagan öll sögð því hann spáir því að stofnun „Fjórða ríkisins“ muni verða til þess að Frakkar fara í stríð við það. Það mun síðan kljúfa Evrópu í herðar niður að hans sögn og enda með að Póllandi verður skipt á milli nokkurra ríkja.

Þar með eru hörmungarnar ekki upptaldar því hann segir að borgarastyrjöld muni brjótast út í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að Kalifornía og Texas verði sjálfstæð ríki. Texas mun síðan taka höndum saman við Mexíkó og sameinast landinu svo úr verður nýtt ríki.

Í kjölfarið mun Elon Musk sigra í nokkrum ríkjum í forsetakosningum, það er ríkjum þar sem Repúblikanar verða við völd eftir borgarastyrjöldina.

Hann spáir því einnig að Norður-Írland segi skilið við Bretland og verði hluti af Írlandi.

Í kjölfar endurkomu Bretlands í ESB mun evran hrynja að sögn Medvedev og að lokum hverfa algjörlega af sjónarsviðinu.

Hann segir einnig að allir stærstu hlutabréfamarkaðirnir muni flytja til Asíu frá Bandaríkjunum og Evrópu. Það muni verða til þess að hin alþjóðlega fastgengisstefna muni hrynja og í kjölfarið muni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn einnig hrynja.

Það er líklega best að taka spádómum Medvedev með fyrirvara og líklega má telja þetta vera óskhyggju svarins óvinar Vesturlanda frekar en spádómsgáfu. Enda segir hann sjálfur að spá hans sé smávægilegt framlag til þeirra fjölda áramótaspádóma sem eru settir fram og í þeim virðist oft keppst um að koma með þá ótrúlegustu og jafnvel fáránlegustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“