fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Þetta eru erfiðustu leikmennirnir fyrir dómara að eiga við – ,,Pirrandi innan sem utan vallar og sagði hluti sem er ekki hægt að réttlæta“

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. desember 2022 20:33

Craig Bellamy að segja vel valin orð við Clattenburg / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Clattenburg, einn besti dómari í sögu Englands, hefur nefnt þá fimm leikmenn sem var erfiðast að eiga við á velli.

Margir leikmenn eru erfiðir að eiga við en þeir kvarta allar 90 mínúturnar og heimta að gengið sé að þeirra kröfum.

Clattenburg er hættur að dæma á Englandi en hann dæmdi ófáa leiki bæði þar og í Meistaradeildinni.

Fjórir af þessum fimm leikmönnum léku á Englandi en eina undantekningin er Pepe, fyrrum leikmaður Real Madrid.

Jens Lehmann (Arsenal)

,,Það var svo erfitt að eiga við hann. Hann var mikið í því að væla um að leikmenn væru að stíga á hann í vítateignum, framherjarnir voru alltaf að reyna að espa hann upp.“

Rio Ferdinand (Manchester United)

,,Það var erfitt að eiga við hann á meðan Sir Alex Ferguson var við stjórnvölin því hann spilaði alls konar leiki. Hann reyndi að ná til þín svo að næsta ákvörðunin hentaði honum. Hann var alltaf í andlitinu á þér.“

Pepe (Real Madrid)

,,Þetta var náungi sem reyndi alltaf að klína einhverju á aðra leikmenn og reyndi að espa sóknarmnnina upp svo þeir fengu reisupassan. Það er ekki frábært þegar þú ert að dæma fótboltaleik.“

Roy Keane (Manchester United)

,,Roy lét finna fyrir sér líkamlega og þú gast ekki treyst honum. Sjáið tæklinguna á Alf-Inge Haaland sem dæmi. Þú vissir aldrei hvað hann myndi gera næst.“

Craig Bellamy (Liverpool)

,,Sá versti og ég hef haldið þeirri skoðun í mörg ár. Hann var mest pirrandi leikmaður vallarins og hann var pirrandi utan vallar. Hann var dónalegur og það skipti engu máli hvað þú sagðir við hann. Ég gerði mín mistök en það sem hann sagði, það er ekki hægt að réttlæta það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur