Var einn sjö níðinga sem voru dæmdir fyrir skelfileg brot – Hafði aðeins setið inni 3 mánuði af dómi
Einn alræmdasti barnaníðingur sem hefur hlotið dóm í Bretlandi, fannst látinn í fangaklefa sínum á föstudag, en hann hafði hengt sig.
Robin Hollyson var einn sjö barnaníðinga sem stunduðu að nauðga ungbörnum og smábörnum sem þeir höfðu lyfjað áður, og streymdu voðaverkum á netinu þannig að aðrir gátu fylgst með.
Robin, sem varð 31 árs, hafði setið inni aðeins 3 mánuði af 24 ára dómi sem hann hlaut. Hann viðurkenndi fyrir dómi að hafa nauðgað börnum frá 3ja mánaða aldri og tekið upp myndbönd af glæpunum. Dómarinn í málinu sagði það vera eitt skelfilegasta misnotkunarmál í réttarsögu Bretlands.
Robin Hollyson, sem breytti nafni sínu í James King eftir að dómurinn féll, fannst maðvitundarlaus í fangaklefa sínum í fangelsi í Bristol síðastliðinn föstudag, og dó á sjúkrahúsi tveimur dögum seinna. Hann hafði áður verið á sjálfsvígsgát, en var það ekki lengur þegar hann hengdi sig.
Robin var einn sjömenninga sem fengu samtals 107 ára dóm í september á síðasta ári. Dómarinn, Julian Lambert, sagði við sakborningana Robin Hollyson, John Denham, Matthew Lisk, Adam Toms, Christopher Knight, David Harsley og Matthew Stansfield, að illska þeirra væri ofar mannlegum skilningi. Hann bætti við: „Í verstu martröðum, úr dýpstu fylgsnum hugans, í mesta næturmyrkrinu, gætu fáir ímyndað sér þau skelfilegu voðaverk sem þið hafið játað.“
Barnaníðingagengið stundaði að mynda tengsl við mæður, jafnvel á meðgöngu, vinna traust þeirra og fá þannig fullt aðgengi að kornungum börnum sem voru lyfjuð og misnotuð fyrir framan myndavélar.
Dailymail greindi frá.