fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Asnar, kameldýr og hlaupahjól – Þetta eru nýjustu tæki rússneska hersins á vígvellinum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. maí 2025 07:00

Asni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist nú vera ansi frumstætt að nota kameldýr, asna og hlaupahjól á vígvellinum í Úkraínu en það gera Rússar þessa dagana. Sérfræðingur segir að samt sem áður megi ekki vanmeta Rússa.

Mannfall rússneska hersins nær nánast nýjum hæðum daglega og það sama á við um tap hans á hertólum. Þetta veldur því að Rússarnir þurfa að leita nýrra leiða til að geta stundað árásarhernað sinn gegn Úkraínu.

Þeir eru því í vaxandi mæli farnir að nota samgöngutæki á borð við asna, kameldýr, mótorhjól, hlaupahjól og jafnvel skólabíla á vígvellinum.

The Moscow Times og CNN skýra frá þessu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) segir í daglegu stöðumati sínu um gang stríðsins að á síðasta ári hafi Rússar misst um 3.000 skriðdreka og allt að 9.000 brynvarin ökutæki.

Á samfélagsmiðlum á borð við X og Telegram er hægt að finna mörg dæmi um hin „nýju samgöngutæki“ Rússa. Rússneski hermaðurinn og herbloggarinn Kirill Fedorov segir til dæmis að varnarmálaráðuneytið hafi sent honum asna í febrúar því engin ökutæki hafi verið til.

The Mosvow Times segir að Rússar hafi notað hesta og jafnvel kameldýr til að fara ferða sinna á vígvellinum.

Forbes skýrði nýlega frá því að hópur rússneskra hermanna hefði stolið úkraínskum skólabíl, sem þeir notuðu til að komast ferða sinna allt þar til úkraínskur drónastjórnandi kom auga á þá og sprengdi skólabílinn í tætlur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir manni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald