fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Fréttir

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. maí 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðblindinginn Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur nú flækst inn í lekamál sem tengist rekstri spæjarastofunnar PPP sf. sem hefur undanfarið verið til umfjöllunar hjá RÚV. Kveikur fjallaði á dögunum um njósnir PPP fyrir auðmanninn Björgólf Thor Björgólfsson og Kastljós greindi frá því að PPP hefði notað stolin gögn frá lögreglu og embætti sérstaks saksóknara til að selja þjónustu sína.

PPP sf. var stofnað af fyrrverandi lögreglumönnunum Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni, heitnum. Þeir höfðu báðir unnið fyrir embætti sérstaks saksóknara en létu af störfum í skugga þungra ásakana í ársbyrjun 2012. Jón Óttar steig í dag fram í hlaðvarpinu Brotkasti þar sem hann segist sannfærður um að héraðssaksóknari, Ólafur Þór Hauksson, hafi lekið gögnunum til RÚV. Þetta hafi Ólafur, sem áður gegndi embætti sérstaks saksóknara, gert til að hefna sín fyrir kvörtun sem Jón Óttar sendi til nefndar um eftirlit með lögreglu í ársbyrjun. Ólafur hafi haft aðgang að gögnunum í gegnum tæknimann sem starfaði hjá embætti sérstaks saksóknara og vann líka fyrir PPP. Rétt er að geta þess að Ólafur Þór hefur þvertekið fyrir að bera ábyrgð á lekanum.

Siðblindur hakkari blandast í málið

Jón Óttar heldur því fram að umfjöllun Kveiks séu samantekin ráð fréttamannsins Helga Seljans og héraðssaksóknara um að ná höggi á honum. Eina skýringin á því hvernig RÚV hafi komist yfir gögnin sé að áðurnefndur tæknimaður hafi stolið gögnunum af tölvum PPP í tengslum við rannsókn á meintum brotum Jóns Óttars og Guðmundar í störfum þeirra hjá embætti saksóknara. Jón Óttar segir fréttaflutning RÚV auk þess villandi. Kastljós hafi fjallað um meinta gagnastuld PPP frá lögreglu og sérstökum saksóknara og því til sönnunar sýnt gögn sem þó hafa árum saman verið í dreifingu manna á milli síðan Siggi hakkari komst yfir þau fyrir rúmum áratug.

Siggi hakkari hafði samband við fréttastofu Vísis í gær og sagðist hafa afhent Jóni Óttari, Guðmundi Hauki og Grími Grímssyni, sem þá störfuðu allir fyrir sérstakan saksóknara, ýmis gögn sem tengdust föllnu bönkunum og fyrirtækjum þeim tengdum. Nefnd um eftirlit með lögreglu staðfestir einnig að hafa borist gagnasending frá Sigga.

„Mikið af þessum gögnum sem voru sýnd í þessum Kastljósþætti eru gögn sem voru hérna úti um allan bæ fyrir einum og hálfum áratug. Þetta eru gögn sem Siggi hakkari tók og dreifði út um allan bæ.“

Siggi hakkari var greindur með siðblindu í geðrannsókn sem hann undirgekkst árið 2014 þegar ríkissaksóknari hafði til meðferðar ellefu kynferðisbrotamál gegn ellefu drengjum sem Siggi var grunaður um að hafa brotið gegn. Hann var árið 2015 dæmdur fyrir brot gegn 9 þeirra og hafði áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng. Siggi hakkari hefur ítrekað komið við sögu lögreglu og var árið 2021 úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um stórfelld fjársvik. Hann var töluvert í fréttum á síðasta ári eftir að Sýn tók í sýningu dönsku heimildarþættina A Dangerous Boy þar sem fjallað var um líf Sigga, fjársvik, kynferðisbrot og tengsl hans við stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Í myndinni var rætt við Dan Sommer sem hafði leikið ýmis hlutverk í lífi Sigga, verndari, prestur, yfirmaður, kunningi og undirmaður. Sommer sagði í þáttunum að þeir ættu í engum samskiptum lengur enda væri Siggi siðblindur lygari.

Sjá einnig:

Foreldrar Bergs Snæs segja fjölmiðlum Sýnar að skammast sín fyrir að gefa manninum sem beitti son þeirra hrottalegu ofbeldi rödd

Vinslit hjá hakkaranum og kung-fu prestinum  

Sakar  Helga Seljan um lygar

Jón Óttar fór mikinn í Brotkasti og sakaði Helga Seljan meðal annars um að hafa borið ljúgvitni hjá lögreglu þegar hann kærði Jón Óttar fyrir umsáturseinelti. Jón Óttar hélt því fram að Helgi Seljan hafi logið því að lögreglu að Jón Óttar hafi setið fyrir honum í september árið 2021, á kaffihúsi. Þann mánuð hafi Jón Óttar nefnilega verið á sjó. Eins hafi Helgi afhent lögreglu skilaboð frá Jóni Óttari, en hafi greinilega átt við samskiptin fyrst. Jón hafi sýnt lögreglu hið rétta enda hefði hann haldið upp á öll samskipti við Helga og fengið lögmenn til að geyma fyrir sig í öruggri gagnageymslu. Jón Óttar sagði að lögregla hefði séð gögn hans,  hafnað nálgunarbannskröfu Helga og fljótlega hafi rannsókn málsins verið felld niður.

Samsæriskenning um lekamálið

Jón Óttar telur sig þolanda skipulagðrar aðfarar Helga Seljans og Ólafs Þórs Haukssonar. Helgi Seljan hafi farið mikinn í tengslum við umfjöllun um mútumál Samherja í Namibíu og fengið mikið lof fyrir. Svo hafi farið að halla undan fæti þegar Samherji birti myndbönd um meint óvönduð vinnubrögð Helga Seljan í Seðlabankamálinu svokallaða. Þess vegna hafi Helgi farið í fjölmiðla og til lögreglu og sakað Jón Óttar um að vera eltihrelli.

Hvað Ólaf Þór Hauksson varðar þá hafi Ólafur kært Jón Óttar fyrir meint brot í opinberu starfi árið 2012. Málið var síðar fellt niður. Sökum þessa sé Ólafur þó vanhæfur til að rannsaka meintan hlut Jóns Óttars í Samherjamálinu. Jón Óttar hafi á þessu ári kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu út af meintu vanhæfi Ólafs og það geti ekki verið tilviljun að skyndilega nú sé verið að fjalla um Jón Óttar og spæjarastofuna PPP, og ekki heldur tilviljun að það sé Helgi Seljan sem er á bak við þessa umfjöllun.

„Báðir mennirnir hafa kært mig áður. Báðir mennirnir hafa tapað. Það er svolítið sérstakt“

Eina skýringin á hvernig gögnin komust til RÚV sé að tæknimaður héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, hafi tekið þau úr tölvum Jóns Óttars eða félaga hans, Guðmundar Hauks.

„Þetta er búið að vera í hirslum héraðssaksóknara í öll þessi ár en hann lekur þeim núna þegar hann þarf á því að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snorri bregður út af vananum að eigin sögn, sleppir því að vera leiðinlegur þingmaður og telur upp 10 jákvæðar staðreyndir um íslenskt samfélag

Snorri bregður út af vananum að eigin sögn, sleppir því að vera leiðinlegur þingmaður og telur upp 10 jákvæðar staðreyndir um íslenskt samfélag
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kurr meðal kristinna eftir frétt Moggans – „Ég á ekki um annað að ræða en að vara fólk við Morgunblaðinu“

Kurr meðal kristinna eftir frétt Moggans – „Ég á ekki um annað að ræða en að vara fólk við Morgunblaðinu“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús afþakkaði boð um flutning – Á rétt á fullum launum í 9 ár án vinnuframlags

Helgi Magnús afþakkaði boð um flutning – Á rétt á fullum launum í 9 ár án vinnuframlags
Fréttir
Í gær

Ebba Margrét opnar sig um veikindi – „Nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik“

Ebba Margrét opnar sig um veikindi – „Nú er komið að kaflaskilum, èg er hætt í feluleik“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Akureyrarbær gerði ekkert vegna ófremdarástands á friðuðu húsi

Akureyrarbær gerði ekkert vegna ófremdarástands á friðuðu húsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frönsk kona grunuð um að stinga dóttur og eiginmann til bana – Farið fram á gæsluvarðhald síðdegis

Frönsk kona grunuð um að stinga dóttur og eiginmann til bana – Farið fram á gæsluvarðhald síðdegis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrinda af stað undirskriftalista gegn þéttingu á bensínstöðvarlóð í Vesturbænum – „Björgum Birkimel“

Hrinda af stað undirskriftalista gegn þéttingu á bensínstöðvarlóð í Vesturbænum – „Björgum Birkimel“