fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Eru bjartsýnir á að semja við Ronaldo áður en árið er úti

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. desember 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Cristiano Ronaldo er í óvissu. Samkvæmt frétt Marca eru þó líkur á að hún verði ráðin áður en árið er úti.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo er samningslaus þessa stundina. Hann yfirgaf Manchester United í kjölfar þess að hafa farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan, þar sem hann gagnrýndi margt hjá félaginu harkalega.

Ljóst er að Ronaldo er ekki að fara að leggja skóna á hilluna strax og þarf hann því að finna sér félag.

Hann hefur hvað helst verið orðaður við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Marca er enn líklegast að hann endi þar,

Spænski miðillinn segir að Al-Nassr búist við því að klófesta Ronaldo áður en árið er úti.

Portúgalinn myndi fá tveggja og hálfs árs samning í Sádi-Arabíu að virði 200 milljóna evra. Það gera yfir þrjátíu milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning