fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Messi birti hjartnæma færslu rétt fyrir sigurhátíð Argentínu og þakkar Maradona: ,,Hann hvatti okkur áfram frá himnum“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 15:49

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi, fyrirliði og nýkrýndur heimsmeistari með argentínska landsliðinu í knattspyrnu birtir í dag, rétt fyrir sigurhátíð landsliðsins í Buenos Aires, hjartnæma færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann fer yfir ferðalagið í átt að heimsmeistaratitlinum.

Messi segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan að hann hóf feril sinn sem unglingaliðsleikmaður Grandoli í heimalandinu.

,,Frá Grandoli til Heimsmeistaramótsins í Katar hafa liðið næstum þrjátíu ár. Þrír áratugir þar sem knattspyrnan hefur fært mér margar gleðistundir en einnig sorgarstundir. Draumur minn hefur alltaf snúist um að verða heimsmeistari og ég vildi ekki hætta að reyna að láta þann draum rætast, jafnvel þó ég vissi að á endanum gæti vel verið að á endanum myndi hann ekki rætast.“

Hann segir þennan heimsmeistaratitil, þann þriðja í sögu Argentínu, einni vera fyrir þá landsliðsmenn sem náðu ekki að vinna þetta sögufræga mót.

,,Eins og leikmennirnir sem spiluðu á HM 2014 í Brasilíu, leikmenn sem áttu skilið að vinna eftir baráttu sína. Þeir vildu þetta jafn mikið og ég.“

Þessi titill sé einnig titill argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Armando Maradona.

,,Hann hvatti okkur áfram frá himnum.“

Þá þakkar Messi öllum þeim sem höfðu trú á liðinu þrátt fyrir að úrslitin hafi stundum ekki staðist væntingar.

,,Þeir sáu baráttuna og viljann sem við lögðum í þetta, jafnvel þótt hlutirnir færu okkur ekki í hag.“

Messi segir allan hópinn í kringum argentínska landsliðið eiga hrós skilið.

,,Það að hafa mistekist í nokkur skipti að ná takmarkinu var hluti af ferðalaginu og mikill lærdómur, án vonbrigða er vonlaust að ná árangri. Frá innstu hjartarótum, takk kærlega. Áfram Argentína!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Leo Messi (@leomessi)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk