fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Benedikt stóð á öndinni eftir ummæli Harðar í beinni – „Fékkstu þér eiturlyf í hádeginu?“

433
Laugardaginn 17. desember 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudag. Í settið var einnig mættur Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs.

Úrslitaleikur Heimsmeistaramótsins í Katar fer fram á morgun. Þar mætast Argentínumenn og Frakkar. Leikurinn var að sjálfsögðu tekinn fyrir í þættinum.

„Þetta verður frábær úrslitaleikur. Tvö skemmtileg lið og vonandi vinna Frakkar. Það þarf að afstýra þessum argentíska harmleik,“ sagði Hörður.

Benedikt var ansi hissa á þessum ummælum. „Fékkstu þér eiturlyf í hádeginu?“ spurði hann.

Hörður útskýrði mál sitt. „Ég hef það ekki í mér að sjá gamla vinn minn Ronaldo ganga grátandi af HM og sjá Messi svo vinna mótið. Ég held að hann gæti þurft að vera á einhverri vakt ef Argentína vinnur.“

Kristján telur Frakka sigurstranglegri en segir ekki hægt að afskrifa Messi.

„Fyrir mér eru Frakkar líklegri. En Leo litli, vegir hann eru órannsakanlegir. Þetta er örugglega hans staður og hans stund á sunnudag. En ef hann tapar þessum leik get ég alveg séð að hann hætti bara.“

Hörður bendir á að þetta sé það mikilvægasta á ferli Messi. „Þetta er það eina sem hann hefur ætlað sér úr ferlinum, að verða eins og Maradona.“

Ansi margt hefur fallið með Argentínu á HM í Katar, dómgæsla og fleira. „Ég held með Argentínu en maður er með smá óbragð í munni,“ sagði Benedikt.

Það verður áhugavert að sjá hvernig liðin leggja úrslitaleikin upp.

„Frökkunum líður mjög vel að bakka aðeins. Þeim finnst gaman að sækja hratt og það er þeirra besti leikur. Það er spurning hvernig Argentínumenn höndla það að gefa Mbappe svæði,“ sagði Hörður.

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
Hide picture