fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Frakkar smeykir nokkrum dögum fyrir úrslitaleikinn á HM

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 16:00

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari franska landsliðsins segir liðið vera að grípa til allra nauðsynlegra leiða til þess að hefta útbreiðslu flensu sem hefur verið að hrjá nokkra leikmenn liðsins. Frakkar eiga fyrir höndum úrslitaleik gegn Argentínu á HM í Katar á sunnudaginn næstkomandi.

Nú þegar hafa þrír leikmenn liðsins veikst á mótinu og er það meðal annars stafa út frá loftslaginu í Katar sem og loftkælingu, sem er meðal annars notuð á leikvöngunum sjálfum.

,,Hitastigið hefur aðeins fallið í Doha og þá er loftkælingin sífellt í gangi,“ sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands á blaðamannafundi í gær eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitaleik HM.

Þrír leikmenn hafa upplifað einhvers konar einkenni flensu hingað til.

,,Við reynum að fara varlega svo fleiri smitist ekki. Leikmenn hafa lagt mikið á sig innan vallar og þar af leiðandi verður ónæmiskerfi þeirra viðkvæmara fyrir vikið eftir slíka áreynslu.

Við grípum til allra nauðsynlegra aðgerða, við reynum að hefta útbreiðslu þessa víruss“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp mætir aftur á Anfield

Klopp mætir aftur á Anfield
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt
433Sport
Í gær

Sunderland aftur í úrvalsdeildina

Sunderland aftur í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Banna Neville frá því að mæta á völlinn á morgun

Banna Neville frá því að mæta á völlinn á morgun