fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Vígvellirnir í Úkraínu eru að frjósa en skothríðin heldur áfram

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 07:00

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæpir 300 dagar síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeir sóttu hratt fram fyrstu dagana og náðu stórum landsvæðum á sitt vald en síðan hægði á sókninni og síðustu mánuði hafa Úkraínumenn verið með frumkvæðið á vígvellinum. Þeir hafa hrakið Rússa frá herteknum svæðum og valdið þeim miklu tjóni.

Nú er veturinn genginn í garð og á væntanlega enn eftir að sýna sínar verstu hliðar. En bardagar geisa enn víða um landið en að sögn Tormod Heier, prófessors í hernaðartækni og hernaðaraðgerðum við norska varnarmálaskólann, þá vilja Úkraínumenn forðast harða bardaga eins og nú eru háðir í suður- og austurhluta landsins.

Þetta sé vandi sem þeir takist á við því hætt sé við að þeir fari halloka út úr stórum og afgerandi orustum.

Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði hann Úkraínumenn séu óþreytandi við að afla sér stuðnings frá Vesturlöndum. Þeir leggi mikla áherslu á að rækta sambandið við Bandaríkin til að hafa aðgang að góðum leyniþjónustuupplýsingum, til dæmis um staðsetningar rússneskra hersveita.

Hann sagði að þeir reyni einnig sífellt að tryggja sér meiri stuðning Vesturlanda í formi vopna og skotfæra til að þeir geti notað fullkominn stórskotaliðsvopn til að skjóta á hermenn sem hafa grafið sig niður í skotgröfum. Með þessu geti Úkraínumenn haldið rússneskum hersveitum föstum um leið og þeir umkringja þær og sigrast á þeim.

Á þriðjudagskvöldið tilkynntu bandarísk stjórnvöld að þau séu að leggja lokahönd á áætlanir um að láta Úkraínu Patriot-flugskeytavarnarkerfi í té. Kerfið getur skotið flugskeyti niður. Alexander Vindman, herforingi, sagði í samtali við Reuters að kerfið geti skipt sköpum fyrir Úkraínumenn við að verjast árásum Rússa, sérstaklega ef þeir noti skammdræg írönsk flugskeyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts