fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Segja brasilíska knattspyrnusambandið ætla að ræða við Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Sport á Spáni mun brasilíska knattspyrnusambandið hafa samband við Manchester City upp á að fá knattspyrnustjóra liðsins, Pep Guardiola, um að taka hugsanlega við landsliði Brasilíu.

Tite hætti sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir að liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar af hendi Króata.

Guardiola hefur áður verið orðaður við starfið og fara þeir orðrómar aftur af stað nú.

Hann skrifaði hins vegar nýlega undir nýjan samning við Manchester City til ársins 2025 og verður því að teljast ólíklegt að hann stökkvi frá borði nú, þó svo að starf landsliðsþjálfara Brasilíu sé ansi stórt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk skorar á stuðningsmenn Liverpool

Van Dijk skorar á stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á Spáni – Stórstjörnurnar í hörðum orðaskiptum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á Spáni – Stórstjörnurnar í hörðum orðaskiptum