fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Helgu Brögu tókst að vinna úr ofbeldinu – „Ég var svo heppin að fá hjálp“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. desember 2022 12:15

Helga Braga Jónsdóttir leikkona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Braga Jónsdóttir leikkona er nýjasti gestur Þorsteins V. Einarssonar í hlaðvarpsþættinum Karlmennskan.

Helga Braga er sannkallaður þúsundþjalasmiður, auk þess að vera ein ástsælasta leikkona landsins er hún grínisti, leiðsögumaður, flugfreyja og magadansari.

Í þættinum spjalla Helga og Þorsteinn um grínið, hvernig og hvort það hefur breyst í gegnum árin. Þau kryfja nokkrar senur úr Fóstbræðrum og ræða síðan aðeins persónulegri mál í ljósi byltinga sem hafa átt sér stað síðustu ár.

Sér ekki eftir neinu gríni

Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hún sjái eftir að hafa gert grín að svarar hún neitandi.

„Nei, það er ekki neitt í fljótu bragði sem ég sé eftir að hafa gert grín að. Það er margt sem maður myndi kannski ekki gera grín að í dag, en samt ekki. Frekar bara einhverjir núansar, en ekki eitthvað stórt,“ segir hún.

„Maður er líka alltaf að gera grín að sjálfum sér […] Það er alltaf mitt markmið að hlæja saman og hvar sem við erum í samfélaginu. Ég hef aldrei viljað meiða eða stinga, þó ég hafi frekar viljað stinga á uppbyggingu samfélagsins.“

Vann úr ofbeldinu

Í maí 2016 steig Helga fram í viðtali við tímaritið MAN og sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir.

„Ég var í fimm ára löngu ofbeldissambandi á mínum yngri árum og lenti auk þess í kynferðisofbeldi sem barn. Þetta tvennt er að miklu leyti ástæðan fyrir því að ég fór í mikla sjálfsvinnu innan við þrítugt, því ég var brotin stúlka með lágt sjálfsmat,“ sagði hún.

Í þættinum segir Helga að hún sé ein af þeim heppnu sem nær að vinna úr ofbeldinu og það séu ákveðin forréttindi sem hún er meðvituð um.

„Ég veit það eru forréttindi að fá að vinna úr því, að fá hjálp. Ég var svo heppin að fá hjálp en með þessa sögu, þá gefur það mér ákveðinn skilning. Þú veist, ég skil,“ segir hún og heldur áfram:

„Ég veit hvað það er að verða fyrir ofbeldi og ég veit hvað það er vont og hvað það þarf mikið til að komast út úr því, þannig ég hef ákveðinn skilning. Að hafa upplifað sig í svaðinu og vera samt rétt hjálparhönd og hvað það er mikilvægt. Það er kannski fegurðin í ljótleikanum sem maður fær, það er skilningur á hinu brothætta og erfiða. Það er gjöfin við það,“ segir hún.

Dáist af Eddu Falak og Öfgum

Leikkonan segist dást að baráttukonunum í Öfgum og Eddu Falak. „Það er bara ákveðin bylting í gangi núna. Við finnum það alveg. Við höfum ekki lengur þolinmæði fyrir þögninni,“ segir hún.

„Það sem ég dáist að ykkur og þeim sem eruð að vinna í þessu, eins og Öfgum og Eddu og mörgum öðrum, ég fæ gæsahúð þegar ég tala um það, sem eruð bara: Heyrðu félagi, stop it, hvað ertu að gera? Líttu í eigin barm,“ segir hún.

Hægt er að hlusta á þáttinn á Spotify eða hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna
Fókus
Í gær

Endurkoma Jessicu Simpson eftir 15 ára hlé gengur brösulega – Áhorfendur tættu hana í sig

Endurkoma Jessicu Simpson eftir 15 ára hlé gengur brösulega – Áhorfendur tættu hana í sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjóðin orðlaus yfir stigagjöf dómnefnda í Eurovision – „Hvað í helvítinu er að gerast!“

Þjóðin orðlaus yfir stigagjöf dómnefnda í Eurovision – „Hvað í helvítinu er að gerast!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“