fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Spilaði sitt síðasta HM en biður Neymar um að halda áfram

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 20:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar, stjarna Brasilíu, gaf í skyn um helgina að hann væri hættur að spila með landsliðinu eftir HM í Katar.

Brassarnir voru taldir mjög sigurstranglegir á mótinu en eru úr leik eftir tap gegn Króötum í undanúrslitum.

Neymar sagði eftir leik að það væri ekki víst að hann myndi snúa aftur en hann verður 34 ára gamall er næsta HM fer fram.

Dani Alves var að spila sitt síðasta HM og nálgast fertugsaldurinn en hann vonar innilega að Neymar haldi áfram að veita Brössunum von.

,,Þetta var síðasta heimsmeistarakeppnin mín, það er kominn tími á að ég segi það,“ sagði Alves.

,,Ég er hins vegar ekki á sama máli þegar kemur að Neymar, hann er magnaður. Brasilía þarf á honum að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmenn búast við að þjálfarinn verði rekinn þrátt fyrir úrslit vikunnar

Leikmenn búast við að þjálfarinn verði rekinn þrátt fyrir úrslit vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“
433Sport
Í gær

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United
433Sport
Í gær

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá