fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Óskar Örn staðfestur í Grindavík – ,,Erum að senda skýr skilaboð“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Hauksson, einn besti leikmaður í sögu efstu deildar karla, hefur skrifað undir samning vjð Grindavík.

Þetta kemur í tilkynningu félagsins í kvöld en Óskar kemur til Grindvíkinga frá Stjörnunni þar sem hann lék í sumar.

Óskar er þekktastur fyrir tíma sinn hjá KR en breytti til fyrir síðasta tímabil sem var skref sem gekk ekki upp.

Þessi 38 ára gamli leikmaður gerir samning til ársins 2023 en hann snýr aftur til Grindavíkur eftir að hafa leikið þar frá 2004 til 2006.

Tilkynning Grindavíkur:

Óskar Örn Hauksson er genginn til liðs við Grindavík og skrifar hann undir samning út keppnistímabilið 2023. Óskar Örn kemur til Grindavíkur frá Stjörnunni en þessi frábæri leikmaður á að baki stórkostlegan feril í íslenskri knattspyrnu.

Óskar Örn, sem er 38 ára gamall, er að snúa aftur til Grindavíkur þar sem hann lék á árunum 2004 til 2006. Hann skipti í kjölfarið yfir í KR þar sem hann lék í fjölda ára áður en hann færði sig yfir til Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil. Hann lék alls 57 leiki með Grindavík í deild og bikar á sínum tíma og skoraði 12 mörk fyrir félagið.

„Ég er mjög stoltur af því að fá Óskar Örn aftur til Grindavíkur. Hér átti hann frábæran tíma með félaginu og það mun gleða stuðningsmenn félagsins gífurlega að sjá Óskar aftur í gulu og bláu. Óskar færir liðinu mikið með reynslu sinni og karakter. Með því að fá Óskar til félagsins erum við að senda skýr skilaboð um að Grindavík ætlar að berjast við að komast upp í Bestu deildina á nýjan leik,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur fangar endurkomu Óskar Arnar til Grindavíkur og bjóðum við hann hjartanlega velkominn aftur til félagsins. Hér er á ferðinni einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi og mun hann styrkja lið Grindavíkur mikið fyrir komandi tímabili. Hann bætist við í hóp þeirra leikmanna sem hafa samið við félagið á síðustu vikum en það eru þeir Kristófer Konráðsson, Einar Karl Ingvarsson, Alexander Veigar Þórarinsson og Marko Vardic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað

Undirbúa tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár

Fá að mæta á útivöll í fyrsta sinn í 12 ár
433Sport
Í gær

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“

Lenti í skelfilegu bílslysi og man ekki eftir neinu: ,,Það klikkaðasta er að allur heimurinn fékk að upplifa það meira en ég“
433Sport
Í gær

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð

Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup