fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Eldhúsgyðjan býður upp á Baskneska ostaköku frá Spáni

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 10. desember 2022 13:00

Eldhúsgyðjan María Gomez galdrar hér fram dýrindis ostaköku sem á eftir bræða ykkar sælkera hjarta. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldhúsgyðjan okkar María Gomez sem heldur úti bloggsíðunni Paz.is hefur galdrað fram þessa dásamlegu basknesku ostaköku frá Spáni. Þær gerast ekki betri og þessu er fullkomin með aðventukaffinu. Myndi líka sóma sér dásamlega vel um áramótin og bjóða þá upp á freyðandi drykki með.

„Basknesk ostakaka er eitthvað sem þeir sem fara til Spánar falla fyrir og er hún oft kölluð Tarta de queso de la viña. Ástæðan fyrir vinsældum hennar er líklegast áferðin og bragðið, en kakan er bökuð líkt og New York ostakakan. Munurinn á þessum tveimur kökum er þó mikill hvað varðar bragð og áferð en baskneska ostakakan er með brennda stökka kanta og mjúka miðju,“ segir María.

Ostakakan er brennd ofan á og á hliðunum, með mjúka búðingslega miðju og engan botn eins og er í hefðbundnum ostakökum. Basknesk ostkaka á rætur sínar að rekja til San Sebastian, nánar tilgetið á bar sem hét La viña og þaðan er nafn hennar dregið. Við mælum með að þú prófir að gera þessa köku enda er hún fáránlega auðveld og inniheldur einungis 5 hráefni sem þú getur hrært saman í höndunum.

Eins og María segir er algjör skylda að hafa öll hráefnin við stofuhita, þannig getið þú bakað þessa og fengið hina fullkomnu útgáfu.

Basknesk ostakaka frá Spáni

600 g Philadelphia Original rjómaostur

3 dl rjómi

230 g sykur

4 egg

2 msk. hveiti

Byrjið á því að kveikja á ofninum á undir og yfirhita (alls ekki blástur) á 230 °C. Takið fram 18-20 cm smelluform með háum hliðum (minnst 7 cm hátt) og setjið smjörpappír inn í formið og látið pappírinn standa vel upp úr með köntunum. Munið að hafa öll hráefnin við stofuhita, og takið fram skál og písk. Setjið rjómaostinn og sykurinn saman í skál og hrærið saman með písknum. Bætið næst eggjunum út í eitt í einu og hrærið með písknum á milli og bætið þá hveitinu út í og hrærið. Setjið svo rjómann að lokum og hrærið vel saman þar til allt er vel blandað saman og hellið svo í formið. Stingið í ofninn í 40 mínútur og þegar sá tími er liðinn slökkvið þá á ofninum og látið kökuna vera áfram í ofninum þar til hún kólnar. Stingið kökunni þá inn í ísskáp í minnst 4 klukkustundir og berið svo fram.

Þessi dýrindis ostakaka sómir sér líka afar vel í áramótaboðinu með freyðandi drykkjum og gleður bragðlaukana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa