fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Korti goðsagnarinnar var hafnað í Katar – ,,Ansi vandræðalegt, er það ekki?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. desember 2022 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, goðsögn Manchester United, lenti í veseni er hann starfaði fyrir sjónvarpsstöðina ITV á HM í Katar.

Keane er nú farinn heim til Englands en hann setti sér markmið að eyða aðeins 50 pundum á viku á meðan hann var erlendis.

Keane starfaði þar með Gary Neville og fjallaði um vandræðalegt atvik í samtali við kollega sinn.

Það ætti að vera nóg til hjá Keane sem var atvinnumaður í langan tíma og hefur starfað í sjónvarpi undanfarin ár.

Keane lenti í því að korti hans var hafnað í Katar, eitthvað sem hann hefur væntanlega ekki lent í oft í gegnum tíðina.

Keane reyndi að kaupa morgunkorn fyrir bæði hann og Neville þegar kortinu var hafnað sem gerði söguna ansi skondna.

,,Ég eyddi víst of miklu, ég átti að geta eytt 50 pundum daglega hérna,“ sagði Keane við Neville sem skellihló.

,,Þegar kortinu þínu er hafnað þá er það ansi vandræðalegt, er það ekki?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi