fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Gunnar hefur orðið að stjörnu á RÚV og segir – „Það er þetta sem stendur eftir hjá manni“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.

Gunnar hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli sem íþróttafréttamaður og íþróttalýsandi á RÚV. Með athyglinni vill oft koma mikil umræða og í tilfelli Gunnars, til að mynda í kringum HM í Katar, hefur nafn hans skotið upp kollinum oft og mörgum sinnum bæði á samfélagsmiðlum sem og í fjölmiðlum.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar spurði Gunnar að því hvernig það væri fyrir hann að vera orðinn svokallaður ‘frétta matur’.

,,Ég pæli ekki mikið í því,“ svaraði Gunnar og hélt áfram. ,,Maður þarf á sama tíma og maður fær hrós einnig að vera meðtækilegur fyrir gagnrýni sömuleiðis. Maður áttar sig á því að maður getur aldrei verið allra í þessu.

video
play-sharp-fill

Það sem ég tek aðallega út úr þessu er að þær færslur sem hafa birst um mig, til dæmis í kringum HM í Katar, er að það sem maður er kannski ánægðastur með er hrós frá fólkinu sem að stendur manni næst.

Mamma og pabbi eru kannski að taka það meira inn á sig þegar að einhver er að skrifa eitthvað um mann en maður getur aldrei verið ónæmur fyrir þessum skrifum.“

Gunnar tók dæmi um færslu sem gladdi hann en til hliðar við ströf sín hjá RÚV hefur Gunnar til að mynda þjálfað unga krakka í knattspyrnu.

,,Það fer eitthvað myndband í dreifingu á TikTok og þar eru strákar sem maður hefur þjálfað sem knattspyrnuþjálfari að tala um það hvað þeir séu stoltir af mér.

Það er þetta sem stendur eftir hjá manni, ekki einhverjar neikvæðar athugasemdir um eitthvað sem maður gerir. Ég átta mig fyllilega á því að maður getur aldrei verið allra.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
Hide picture