fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Skilnaður eftir 24 daga hjónaband – Stjarnan lét sig hverfa í tvo sólarhringa og gaf þessa útskýringu

433
Mánudaginn 5. desember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adriano fyrrum framherji Brasilíu og fjölda liða er skilinn eftir aðeins 24 daga hjónaband, hann og Micaela Mesquita hafa slitið sambandinu.

Parið gifti sig á dögunum en sambandið lifði ekki lengi af, Adriano lét sig hverfa í tvo daga og við það slitnaði upp úr sambandinu.

Samkvæmt fréttum í Brasilíu vill Adriano halda því fram að hann hafi látið sig hverfa til að horfa á HM í Katar. Þær útskýringar er Micaela í vandræðum með að kaupa.

Adriano er fertugur en Micaela er fimmtán árum yngri. Adriano var eitt sinn ein af stjörnum fótboltans en vandræði utan vallar komu honum í klandur og náði hann ekki að halda sér á toppnum um langt skeið.

Micaela hefur eytt öllum myndum af Adriano en það er þó ekki öll von úti enn. Parið hafði fimm sinnum hætt saman fyrir giftinguna og náð sáttum.

Parið hafði ætlað að gifta sig 30 nóvember en flýtti dagsetningunni til þess að klára málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“

Athyglisvert viðtal við Óskar – „Ég veit hvað þú ert að reyna Ágúst“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern

Allt bendir til þess að Jackson fari til Bayern
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum