fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Hugrekkið uppmálað í Katar – „Vantaði bara að hann mótmælti verðbólgu á Íslandi“

433
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfandi hljóp inn á völlinn í leik Úrúgvæ og Portúgals á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.

Maðurinn sem um ræðir heitir Mario Ferri og hljóp hann inn á völlinn klæddur í bol þar sem stóð „Björgum Úkraínu.“

Þá mótmælti hann einnig framkomu í garð hinsegin fólks í Katar og ástandinu í Íran.

Flestir bjuggust við að Ferri yrði harkalega refsað af Katörum en hann staðfesti í dag að hann væri laus allra mála eftir að hafa verið handsamaður á vellinum í gær.

Þetta var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag.

„Hann var grjótharður og mótmælti eiginlega öllu,“ segir Helgi Fannar Sigurðsson í þættinum.

„Það vantaði bara að hann mótmælti verðbólgu á Íslandi til að ná öllum katalógnum,“ segir Hörður Snævar Jónsson.

Helgi tók aftur til máls. „Þurfum við ekki svona uppreisnarseggi inn á milli? Menn sem taka svona á sig.“

Portúgal vann leikinn í gær 2-0 með mörkum frá Bruno Fernandes. Liðið er komið áfram í 16-liða úrslit.

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“
433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“