fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Nektargjörningur Elísabetar vekur athygli – „Mjög frelsandi og fólk er ekkert hneykslað“

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 15:38

Elísabet Jökulsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir flutti örfyrirlestur um eitthvað fallegt á Svavarssafni, athygli hefur vakið að í gjörningnum sveiflaði Elísabet af sér kjólnum til að sýna að hún „væri líka eitthvað fallegt.“

Gjörningurinn hefur vakið töluverða athygli en Vísir ræddi við Elísabetu sem útskýrir nánar hugmyndina á bakvið hann. Hún segist hafa raðað steinum í kringum sig og farið með lítinn fyrirlestur um fegurðina, sagt að hún væri viðkvæm eins og kynlíf og trúmál.

„Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt þegar ég var að lesa upp eitthvað fallegt, þó ég væri 64 ára og tíu kílóum of feit, af því að það er eitthvað fallegt við okkur öll,“ segir hún í samtali við Vísi.

Snæbjörn Brynjarsson átti hugmyndina að gjörningnum og hjálpaði Elísabetu á meðan á honum stóð. Elísabet segir að viðtökurnar við þessu hafi verið góðar.

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Elísabet gerir nektargjörninga en hún segir að það sé þó mjög langt síðan hún hefur þorað því. „Þetta er alltaf mjög frelsandi og fólk er ekkert hneykslað, það tekur þessu bara svona eins og þetta er. Maður er að sýna sig og fólk er ánægt með að einhver þori því,“ segir Elísabet enn fremur í samtali við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Í gær

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“